Handbolti

22 ár voru liðin síðan að félag tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hergeir Grimsson, fyrirliði Selfoss, með Íslandsbikarinn.
Hergeir Grimsson, fyrirliði Selfoss, með Íslandsbikarinn. Vísir/Vilhelm

Það þarf að fara meira en tvo áratugi aftur í tímann til að finna síðasta félag til að leika eftir afrek Selfyssinga frá því Hleðsluhöllinni í gærkvöldi.

Selfyssingar eru fimmta félagið sem nær að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992.

Selfyssingarnir voru einmitt í lokaúrslitum það ár en töpuðu á móti FH í fjórum leikjum. Nú 27 árum síðar kom loksins Íslandsmeistaratitilinn yfir brúnna.

Af hinum fjórum nýju meisturum hafði aðeins eitt félag náð að landa honum á heimavelli sínum.

KA-menn urðu meistarar í fyrsta sinn þegar þeir unnu 24-22 sigur á Aftureldingu í KA-húsinu. Alfreð Gíslason var þá þjálfari liðsins og stórskyttan Róbert Julian Duranona allt í öllu í sókninni.

Róbert Julian Duranona skoraði 11 af 24 mörkum KA-liðsins í þessum leik en næstir komu Jakob Jónsson og Jóhann Gunnar Jóhannsson með þrjú mörk hvor.

Afturelding (1999), HK (2012) og ÍBV (2014) hafa einnig unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðustu áratugum en þeir unnust allir í Hafnarfirði, tveir í Kaplakrika og einn á Ásvöllum.


Félög sem hafa unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil frá 1992:

KA 12. apríl 1997 í KA-húsinu (24-22 sigur á Aftureldingu)
Afturelding 25. apríl 1999 í Kaplakrika (25-23 sigur á FH)
HK 6. maí 2012 í Kaplakrika (28-26 sigur á FH)
ÍBV 15. maí 2014 á Ásvöllum (29-28 sigur á Haukum)
Selfoss 22. maí 2019 á Selfossi (35-25 sigur á Haukum)


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.