Langflestir sem keyra á dýr stinga af Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. maí 2019 14:30 Tilkynnt var um 140 lömb og ær sem drápust í umferðinni í Austur-Skaftafellssýslu í fyrra. Vísir/Stefán Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri. Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Aðeins fimmtán prósent ökumanna, sem keyra á búfé á Suðurlandi tilkynna það til lögreglu eða til eiganda skepnunnar, hinir stinga af. Á hverju ári eru keyrt á um hundrað og þrjátíu kindur eða lömb í Austur Skaftafellssýslu, aðallega á vorin og sumrin. Sauðburði er nú víða að ljúka eða er lokið. Það þýðir að kindurnar og lömbin fara á beit í sumarhaga. Víða gengur fé við þjóðvegi landsins með tilheyrandi hættu, ekki síst þar sem lausaganga er leyfð. Með aukinni umferð ferðamanna hefur færst mjög í vöxt að ekið sé á búfé á Suðurlandi, langoftast sauðfé. Ástandið er langverst í Austur-Skaftafellssýslu þar sem tilkynnt var um hundrað og fjörutíu kindur og lömb sem drápust í umferðinni á síðasta ári. Grétar Már Þorkelsson, lögreglumaður á Höfn, heldur utan um málaflokkinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Sýslan sé löng, um 220 kílómetrar. Þar af sé aðeins girt á um þrjátíu kílómetra kafla í Nesjunum. Þar sé lausaganga búfjár bönnuð. „Almennt sér er lausagangan ekki bönnuð og ekki einu sinni stórgripa þannig að það er líka eitthvað sem þarf að skoða. Þetta er auðvitað vandamál sem Vegagerð, sveitarfélög og bændur þurfa að leysa í sameiningu og finna einhverja lausn á,“ segir hann. Gríðarlegt tjón verði á bílum og bílar hafa oltið eftir árekstur við dýr. Grétar Már segir að ærin eða lömbin drepist yfirleitt strax. Alltof fáir tilkynni hins vegar að þeir hafi ekið á búfé. „Þetta er nú sjaldnast tilkynnt. Ég myndi halda að þetta væru svona 15% af þessum tilvikum sem eru tilkynnt til lögreglu. Þetta er eitthvað sem við fáum bara frá bændum og sjáum á vegunum,“ segir hann. Þá eru ótalin tilfelli þar sem ekið er á búfé sem sleppur en drepst svo úti í haga. Tilvikin geta því verið enn fleiri.
Hornafjörður Landbúnaður Umferðaröryggi Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira