Skjótvirk leið til þess að lækka vexti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar