Körfubolti

Engin spurning fyrir bræðurna að reyna að komast í sama liðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sexfaldir Íslandsmeistarar KR fengu mikinn liðsstyrk í dag þegar bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarsynir skrifuðu undir saminga við félagið ásamt Brynjari Þór Björnssyni.Jakob Örn er að snúa heim úr atvinnumennsku en Matthías Orri kemur aftur til uppeldisfélagsins frá ÍR. Þeir bræður ætluðu alltaf að spila saman eftir að ljóst var að Jakob væri á heimleið.„Það var eiginlega no brainer fyrir okkur að við myndum reyna að koma okkur í sama liðið, sérstaklega þegar maðurinn er að detta í fimmtugt og getur varla labbað lengur,“ sagði Matthías við undirskriftina í dag.Fyrrum fyrirliði KR, Brynjar Þór, snýr aftur í Vesturbæinn eftir ársveru á Sauðárkróki. Mörg félög voru á eftir Brynjari þegar ljóst var að hann væri á leið aftur suður, en það kom lítið annað til greina en að snúa heim.„Öll mín fjölskylda eru KR-ingar og allir vinir mínir eru KR-ingar í rauninni,“ sagði Brynjar.„Nú setjum við pressu á Jón, Pavel og Helga að halda áfram. Þá er þetta orðið flottur hópur og mikið af reynsluboltum.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.