Viðskipti innlent

Vísi­tölu­hækkanir og ný byggingar­reglu­gerð auka kostnaðinn við Hús ís­lenskunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hús íslenskunnar mun rísa á næstu árum en áætlað er að það kosti um 6,2 milljarða króna í byggingu.
Hús íslenskunnar mun rísa á næstu árum en áætlað er að það kosti um 6,2 milljarða króna í byggingu.
Hækkun kostnaðaráætlunar vegna byggingar Húss íslenskunnar skýrist af vísitöluhækkunum og nýrri byggingarreglugerð frá árinu 2012 sem taka þarf tillit til. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.

Samkvæmt greiningu Framkvæmdasýslu ríkisins er hækkun á kostnaði við bygginguna frá því sem var árið 2013 26 prósent að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. 

Áætlunin nú hljóðar upp á um 6,2 milljarða króna en áætlunin frá 2013 uppreiknuð til febrúar 2019 hjá Framkvæmdasýslunni var upp á 4,9 milljarða.

Í áætlun ársins 2019 er áfallinn kostnaður alls 713 milljónir en í áætluninni frá 2013 er þessi kostnaður eins og gefur að skilja 0 krónur. Tilboð ÍSTAKS í ár hljóðaði upp á 4,5 milljarða en tilboð JÁVERKS árið 2013 var 3,8 milljarðar.

Verðlagsbreytingar á framkvæmdatíma nú eru áætlaðar 371 milljón króna en voru áætlaðar árið 2013 70 milljónir króna. Ófyrirséður verkframkvæmdakostnaður eykst einnig umtalvert nú; er 226 milljónir króna en var áætlaður 52 milljónir árið 2013.

Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni skýrist þessi mikli munur á þessum tveimur liðum af því að nú eru gerðar mun ítarlegri áætlanir um verðlagsbreytingar og ófyrirséðan kostnað en áður.

Annar kostnaður sem tilgreindur er í áætluninni er rekstur á framkvæmdatímanum og opinber gjöld sem nú er áætlaður 30 milljónir króna en var áætlaður 150 milljónir árið 2013. Þá er áætlað að búnaður og listskreytingar kosti 166 milljónir nú en gert var ráð fyrir 224 milljónum króna í þennan lið árið 2013.

Ráðgjöf er áætluð upp á 40 milljónir króna nú en var upp á 454 milljónir króna árið 2013. Þá hljóðar umsjón og eftirlit upp á 147 milljónir króna á áætlun ársins í ár en var upp á 186 milljónir 2013.

Gert er ráð fyrir því að húsið verði tekið í notkun eftir um þrjú ár.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,75
5
82.187
ARION
0,26
14
125.146
FESTI
0
1
21.400
REGINN
0
1
11.850
ORIGO
0
1
2.480

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,55
12
130.004
REITIR
-1,54
5
52.526
SJOVA
-1,52
5
31.405
SKEL
-1,41
1
200
BRIM
-1,37
5
13.281
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.