Handbolti

Erlingur: Fór mikill kraftur í að gera hluti sem við erum ekki vanir

Dagur Lárusson skrifar
Erlingur á hliðarlínunni.
Erlingur á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm
Haukar fóru með sigur af hólmi í oddaleik liðsins gegn ÍBV í dag en Erlingur, þjálfari ÍBV, var vitaskuld svekktur eftir leik.

„Við erum auðvitað svekktir að við erum dottnir út. Við byrjuðum leikinn mjög illa sóknarlega og það tók okkur langan tíma að komast inn í leikinn. Það þýddi að við þurftum að reyna að komast inní leikinn með leiðum sem við erum ekki vanir og það fór mikil orka í það.“

„En ég vil nota tækifærið og óska Haukum til hamingju, þeir voru betri í dag.“

ÍBV fór heldur illa af stað í leiknum.

„Eins og ég segi þá var sóknarleikurinn að hökkta, við vorum síðan ekki tilbúnir varnarlega og já eflaust smá stress, ég veit ekki.“

Þrátt fyrir mikla yfirburði Hauka nánast allan leikinn þá kom kafli í seinni hálfleiknum þar sem Eyjamenn voru líklegir að jafna metin. Erlingur var þó ekki sammála því.

„Ef ég á vera alveg hreinskilinn, eins og leikurinn spilaðist þá fannst mér við aldrei líklegir að fara að jafna. Við fengum séns, eða í raun pínulítinn séns.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×