Er byltingin að éta börnin sín? Sigurður Kristinn Egilsson skrifar 12. maí 2019 13:46 Það stefnir í harðar kosningar á ársfundi Frjálsa. Samstaða virðist þó um flestar umbætur sem unnið hefur verið að af hálfu stjórnar. Átakapunkturinn er spurningin um það hvort stjórnin ein eða sjóðfélagar skuli taka ákvörðun um rekstraraðila. Mín afstaða er sú að farsælast sé að sjóðfélagar ráði í rafrænum kosningum. Síðasti ársfundur Frjálsa var gríðarlega fjölmennur miðað við fyrri fundi. Samt sem áður voru mættir fundarmenn, með eigin atkvæði og umboð, aðeins með umráð yfir tæplega 6% af mögulegu atkvæðamagni sjóðfélaga. Óhætt er að fullyrða að stór hluti af atkvæðamagni var fenginn með smölun umboða á skipulagðan hátt. Út frá lýðræðislegu sjónarmiði er varla hægt að halda því fram að stjórn sem kjörin er með þessu hætti hafi sterkt umboð til þess að taka meiriháttar stefnumarkandi ákvarðanir. Það er því eðlilegt að gera kröfu til þess að hún leggi hverju sinni stórákvarðanir í dóm sjóðfélaga á ársfundi. Hitt væri enn betra að viðhafa rafrænar kosningar. Þar er fyrir hendi góður vilji og ég er sannfærður um að það er framtíðin hjá Frjálsa þótt auðvitað þurfi að undirbúa slíkt kjör rækilega. Óskað er eftir heimild ársfundar til þess að setja slíkt ferli af stað. Í rafrænni kosningu geta sjóðfélagar hvar sem þeir eru staddir og án þess að láta trufla sig af áreyti, greitt atkvæði við tölvu sína og haft áhrif á niðurstöður. Ég tel að við meiriháttar ákvarðanir í Frjálsa sé ekki óraunsætt að um 30% af atkvæðamagni sjóðfélaga myndi skila sér í rafrænum kosningum. Það er mikill munur á 6% og 30% og líklegra að síðarnefnda talan endurspegli raunverulegan vilja sjóðfélaga. Af þessari ástæðu er ég sem sjóðfélagi á móti því að veita stjórn allsherjarumboð til þess að vera einráð um stórákvarðanir. Stjórn sem kosin er með 6-10% atkvæða með smölun atkvæða getur ekki tekið meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd sjóðfélaga. Þá væri byltingin farin að éta börnin sín.Höfundur er sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það stefnir í harðar kosningar á ársfundi Frjálsa. Samstaða virðist þó um flestar umbætur sem unnið hefur verið að af hálfu stjórnar. Átakapunkturinn er spurningin um það hvort stjórnin ein eða sjóðfélagar skuli taka ákvörðun um rekstraraðila. Mín afstaða er sú að farsælast sé að sjóðfélagar ráði í rafrænum kosningum. Síðasti ársfundur Frjálsa var gríðarlega fjölmennur miðað við fyrri fundi. Samt sem áður voru mættir fundarmenn, með eigin atkvæði og umboð, aðeins með umráð yfir tæplega 6% af mögulegu atkvæðamagni sjóðfélaga. Óhætt er að fullyrða að stór hluti af atkvæðamagni var fenginn með smölun umboða á skipulagðan hátt. Út frá lýðræðislegu sjónarmiði er varla hægt að halda því fram að stjórn sem kjörin er með þessu hætti hafi sterkt umboð til þess að taka meiriháttar stefnumarkandi ákvarðanir. Það er því eðlilegt að gera kröfu til þess að hún leggi hverju sinni stórákvarðanir í dóm sjóðfélaga á ársfundi. Hitt væri enn betra að viðhafa rafrænar kosningar. Þar er fyrir hendi góður vilji og ég er sannfærður um að það er framtíðin hjá Frjálsa þótt auðvitað þurfi að undirbúa slíkt kjör rækilega. Óskað er eftir heimild ársfundar til þess að setja slíkt ferli af stað. Í rafrænni kosningu geta sjóðfélagar hvar sem þeir eru staddir og án þess að láta trufla sig af áreyti, greitt atkvæði við tölvu sína og haft áhrif á niðurstöður. Ég tel að við meiriháttar ákvarðanir í Frjálsa sé ekki óraunsætt að um 30% af atkvæðamagni sjóðfélaga myndi skila sér í rafrænum kosningum. Það er mikill munur á 6% og 30% og líklegra að síðarnefnda talan endurspegli raunverulegan vilja sjóðfélaga. Af þessari ástæðu er ég sem sjóðfélagi á móti því að veita stjórn allsherjarumboð til þess að vera einráð um stórákvarðanir. Stjórn sem kosin er með 6-10% atkvæða með smölun atkvæða getur ekki tekið meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd sjóðfélaga. Þá væri byltingin farin að éta börnin sín.Höfundur er sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar