Er byltingin að éta börnin sín? Sigurður Kristinn Egilsson skrifar 12. maí 2019 13:46 Það stefnir í harðar kosningar á ársfundi Frjálsa. Samstaða virðist þó um flestar umbætur sem unnið hefur verið að af hálfu stjórnar. Átakapunkturinn er spurningin um það hvort stjórnin ein eða sjóðfélagar skuli taka ákvörðun um rekstraraðila. Mín afstaða er sú að farsælast sé að sjóðfélagar ráði í rafrænum kosningum. Síðasti ársfundur Frjálsa var gríðarlega fjölmennur miðað við fyrri fundi. Samt sem áður voru mættir fundarmenn, með eigin atkvæði og umboð, aðeins með umráð yfir tæplega 6% af mögulegu atkvæðamagni sjóðfélaga. Óhætt er að fullyrða að stór hluti af atkvæðamagni var fenginn með smölun umboða á skipulagðan hátt. Út frá lýðræðislegu sjónarmiði er varla hægt að halda því fram að stjórn sem kjörin er með þessu hætti hafi sterkt umboð til þess að taka meiriháttar stefnumarkandi ákvarðanir. Það er því eðlilegt að gera kröfu til þess að hún leggi hverju sinni stórákvarðanir í dóm sjóðfélaga á ársfundi. Hitt væri enn betra að viðhafa rafrænar kosningar. Þar er fyrir hendi góður vilji og ég er sannfærður um að það er framtíðin hjá Frjálsa þótt auðvitað þurfi að undirbúa slíkt kjör rækilega. Óskað er eftir heimild ársfundar til þess að setja slíkt ferli af stað. Í rafrænni kosningu geta sjóðfélagar hvar sem þeir eru staddir og án þess að láta trufla sig af áreyti, greitt atkvæði við tölvu sína og haft áhrif á niðurstöður. Ég tel að við meiriháttar ákvarðanir í Frjálsa sé ekki óraunsætt að um 30% af atkvæðamagni sjóðfélaga myndi skila sér í rafrænum kosningum. Það er mikill munur á 6% og 30% og líklegra að síðarnefnda talan endurspegli raunverulegan vilja sjóðfélaga. Af þessari ástæðu er ég sem sjóðfélagi á móti því að veita stjórn allsherjarumboð til þess að vera einráð um stórákvarðanir. Stjórn sem kosin er með 6-10% atkvæða með smölun atkvæða getur ekki tekið meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd sjóðfélaga. Þá væri byltingin farin að éta börnin sín.Höfundur er sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Það stefnir í harðar kosningar á ársfundi Frjálsa. Samstaða virðist þó um flestar umbætur sem unnið hefur verið að af hálfu stjórnar. Átakapunkturinn er spurningin um það hvort stjórnin ein eða sjóðfélagar skuli taka ákvörðun um rekstraraðila. Mín afstaða er sú að farsælast sé að sjóðfélagar ráði í rafrænum kosningum. Síðasti ársfundur Frjálsa var gríðarlega fjölmennur miðað við fyrri fundi. Samt sem áður voru mættir fundarmenn, með eigin atkvæði og umboð, aðeins með umráð yfir tæplega 6% af mögulegu atkvæðamagni sjóðfélaga. Óhætt er að fullyrða að stór hluti af atkvæðamagni var fenginn með smölun umboða á skipulagðan hátt. Út frá lýðræðislegu sjónarmiði er varla hægt að halda því fram að stjórn sem kjörin er með þessu hætti hafi sterkt umboð til þess að taka meiriháttar stefnumarkandi ákvarðanir. Það er því eðlilegt að gera kröfu til þess að hún leggi hverju sinni stórákvarðanir í dóm sjóðfélaga á ársfundi. Hitt væri enn betra að viðhafa rafrænar kosningar. Þar er fyrir hendi góður vilji og ég er sannfærður um að það er framtíðin hjá Frjálsa þótt auðvitað þurfi að undirbúa slíkt kjör rækilega. Óskað er eftir heimild ársfundar til þess að setja slíkt ferli af stað. Í rafrænni kosningu geta sjóðfélagar hvar sem þeir eru staddir og án þess að láta trufla sig af áreyti, greitt atkvæði við tölvu sína og haft áhrif á niðurstöður. Ég tel að við meiriháttar ákvarðanir í Frjálsa sé ekki óraunsætt að um 30% af atkvæðamagni sjóðfélaga myndi skila sér í rafrænum kosningum. Það er mikill munur á 6% og 30% og líklegra að síðarnefnda talan endurspegli raunverulegan vilja sjóðfélaga. Af þessari ástæðu er ég sem sjóðfélagi á móti því að veita stjórn allsherjarumboð til þess að vera einráð um stórákvarðanir. Stjórn sem kosin er með 6-10% atkvæða með smölun atkvæða getur ekki tekið meiriháttar ákvarðanir fyrir hönd sjóðfélaga. Þá væri byltingin farin að éta börnin sín.Höfundur er sjóðfélagi í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun