Körfubolti

Lakers loksins búið að ráða þjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er verk að vinna hjá Vogel.
Það er verk að vinna hjá Vogel. vísir/getty

LA Lakers tilkynnti í gær að félagið væri búið að ráða Frank Vogel sem næsta þjálfara liðsins. Samningurinn er sagður vera til þriggja ára.

Vogel verður formlega kynntur til leiks næsta mánudag hjá félaginu.

Þjálfarinn var einn af útsendurum Lakers leiktíðina 2005-06. Hann þjálfari Indiana frá 2011-2016 og fór svo yfir til Orlando þar sem hann var í tvö ár. Hann var svo í fríi síðasta vetur.

Lakers hefur leitað logandi ljósi að nýjum þjálfara síðustu vikur. Lengi vel stefndi í að Tyronn Lue myndi taka við liðinu en af því varð ekki.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.