Körfubolti

Durant spilar ekki með Golden State í nótt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Golden State mun sakna Durant.
Golden State mun sakna Durant. vísir/getty

Það er nú orðið ljóst að Kevin Durant mun ekki spila fyrsta leik Golden State og Portland í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar og hann gæti misst af fleiri leikjum.

Durant meiddist í rimmu Golden State og Houston en án hans náði Golden State samt að vinna Houston í sjötta leik liðanna og komast í úrslitin í sinni deild.

Þessi stórkostlegi leikmaður meiddist á kálfa og það mun taka sinn tíma að ná heilsu. Warriors er því ekki endilega að reikna með honum í leik tvö.

Fyrsti leikur liðanna fer fram í nótt.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.