Innleiðum ekki gamla tíma Orri Hauksson skrifar 17. maí 2019 08:00 Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári sagði yfirlögfræðingur Vodafone í Bretlandi, Helen Lamprell, að skortur á aðgangi að svörtum ljósleiðara væri stærsta hindrunin fyrir framförum í uppbyggingu á næstu kynslóð farsímaneta í Bretland. Í Stokkhólmi hefur borgin rekið frá 1994 gagnaveitufyrirtækið Stokab sem hefur alla tíð veitt slíkan aðgang. Nú er svo komið að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki nota þá innviði til að keppa um hylli neytenda með eigin tæknilausnum og verðlagningu. Er þetta fyrirkomulag ein helsta ástæða þess að Stokkhólmur er eitt þróaðasta nýsköpunarsvæði heims. Enda eru önnur fjarskiptafyrirtæki í Svíþjóð í skýjunum með þetta umhverfi. Hér er til dæmis tilvitnun í Jon Karlung, stofnanda Bahnhof (sem má líkja við Hringdu hér heima): „Ef sambærilegur aðgangur væri að svörtum ljósleiðara annars staðar í Evrópu og er í Stokkhólmi, gætum við vaxið þar strax og keyrt áfram sams konar verðlækkanir og breiðara þjónustuframboð eins og við höfum gert í Svíþjóð.“ Í nýlegri úttekt eins virtasta ráðgjafarfyrirtæki heims, Mckinsey & Company, kemur svo fram að til þess að hægt sé að fjármagna þá dýru innviðauppbyggingu sem nauðsynleg er vegna 5G, sé þörf á dýpri samnýtingu en tíðkast hefur. Síminn deilir þessari skoðun með McKinsey, Vodafone UK, Bahnhof og fleirum sem hafa nýlega tjáð sig á sömu nótum. Mikilvægt er að átta sig á því að þróunin er feikilega hröð í fjarskiptaheiminum. ESB-tilskipunin sem Alþingi hefur til meðferðar um „ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta“ var samþykkt af ESB árið 2014. Það þýðir að grunnur hennar var skrifaður fyrir sex til sjö árum. ESB er nú þegar búið samþykkja næstu fjarskiptastefnu þar sem leiðarminnið er samvinna og samnýting fjarskiptainnviða með samkeppni og nýsköpun að leiðarljósi, samhliða þjóðhagslega hagkvæmri uppbyggingu. Við Íslendingar höfum í hendi okkar – eða réttara sagt Alþingi – að tryggja að okkar umgjörð verði framsækin og í takt við tímann. Það væri synd að lenda aftur fimm árum á eftir ríkjum Evrópusambandsins.Orri Hauksson forstjóri Símans.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun