Handbolti

Gerður leggur skóna á hilluna sem þrefaldur meistari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gerður Arinbjarnar er hætt í handbolta.
Gerður Arinbjarnar er hætt í handbolta. vísir/vilhelm

Gerður Arinbjarnar, varnarmaðurinn öflugi í liði Íslands, deildar- og bikarmeistara Vals, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og hætta í handbolta.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Valsmanna en Gerður stóð vaktina í hjarta varnarinnar hjá Valsliðinu í vetur sem vann alla þrjá titlana sem í boði eru. Liðið vann deildina, bikarinn og sópaði úrslitakeppninni, 6-0.

Gerður myndaði ótrúlega sterka miðjublokk í Valsliðinu ásamt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur en Gerður var með 4,1 löglega stöðvun að meðaltali í leik og var í áttunda sæti yfir varnareinkunn í Olís-deild kvenna í vetur.

Hún er uppalin í HK en kom til Vals árið 2016 og kveður nú Hlíðarenda og íslenska handboltann sem þrefaldur meistari.

Gerður er þriðji leikmaðurinn sem Ágúst Jóhannsson missir eftir tímabilið en áður hafði verið greint frá því að eistneska skyttan Alina Molkova og þýski markvörðurinn Chantal Pagel væru farnar frá Val.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.