Endalok Eurovision: Mun róttæka vinstrið láta draum hægri öfgamanna rætast? Baldur Þórhallsson skrifar 18. maí 2019 15:38 Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar