Körfubolti

Unnu með 25 stigum þegar Ægir var inni á vellinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir Þór lék vel með Stjörnunni í vetur.
Ægir Þór lék vel með Stjörnunni í vetur. vísir/bára

Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, og félagar hans í Regatas Corrientes báru sigurorð af San Martín, 100-89, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um argentínska meistaratitilinn. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram.

Ægir gekk til liðs við Regates Corrientes fyrr í þessum mánuði. Hann lék með Stjörnunni í vetur og varð bæði deildar- og bikarmeistari með liðinu. Á lokahófi KKÍ var Ægir valinn varnarmaður ársins og í úrvalslið Domino's deildar karla.

Ægir var í byrjunarliði Regatas í leiknum í nótt og lék í 28 mínútur. Hann skoraði sex stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Þær mínútur sem Ægir var inni á vellinum vann Regatas með 25 stigum.

Þriðji leikur Regates og San Martin fer fram aðfaranótt þriðjudags.


Tengdar fréttir

Helena og Kristófer valin best annað tímabilið í röð

Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.