Körfubolti

Unnu með 25 stigum þegar Ægir var inni á vellinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir Þór lék vel með Stjörnunni í vetur.
Ægir Þór lék vel með Stjörnunni í vetur. vísir/bára
Ægir Þór Steinarsson, landsliðsmaður í körfubolta, og félagar hans í Regatas Corrientes báru sigurorð af San Martín, 100-89, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum um argentínska meistaratitilinn. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram.Ægir gekk til liðs við Regates Corrientes fyrr í þessum mánuði. Hann lék með Stjörnunni í vetur og varð bæði deildar- og bikarmeistari með liðinu. Á lokahófi KKÍ var Ægir valinn varnarmaður ársins og í úrvalslið Domino's deildar karla.Ægir var í byrjunarliði Regatas í leiknum í nótt og lék í 28 mínútur. Hann skoraði sex stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar.Þær mínútur sem Ægir var inni á vellinum vann Regatas með 25 stigum.Þriðji leikur Regates og San Martin fer fram aðfaranótt þriðjudags.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Helena og Kristófer valin best annað tímabilið í röð

Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.