Körfubolti

Tímabilið ekki búið hjá Ægi - farinn að spila í Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Bára

Ægir Þór Steinarsson mætti ekki á lokahóf KKÍ í dag þar sem hann var kosinn besti varnarmaðurinn og var einnig valinn í úrvalsliðið. Hann var samt löglega afsakaður enda kominn í nýtt lið í Argentínu.

Ægir er búinn að semja við argentínska úrvalsliðið Regatas Corrientes sem kemur frá borginni Corrientes í Norðurhluta Argentínu við landamærin við Paragvæ.Regatas Corrientes hefur unnið 21 af 37 leikjum sínum á tímabilinu og er eins og er í sjöunda sæti deildarinnar en átta efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Ægir fyllir í skarð DeAngelo Stephens-Bell sem hefur spilað sinn síðasta leik með félaginu. Stephens-Bell stóð ekki undir væntingum og spilar sem dæmi aðeins í fimm mínútur í síðasta leiknum sínum með liðinu.

Ægi er ætlað að hjálpa liðinu í úrslitakeppninni sem fer fram undan en liðið á eftir aðeins einn leik í deildarkeppninni.

Ægir Þór Steinarsson átti mjög flott tímabil með Stjörnuliðinu en hann var með 12,5 stig og 7,5 stoðsendingar í leik á öllu tímabilinu en hafði hækkað stigaskor sitt upp í 14,8 stig í leik í úrslitakeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.