Airbnb aukið ójöfnuð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 13:24 Hátt hlutfall eigna í miðborg Reykjavíkur er skráð á Airbnb. Vísir/vilhelm Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. Þéttleiki Airbnb-eigna er mestur í 101 Reykjavík og næsta nágrenni en í sumum götum er allt að 70% eigna skráðar á síðuna. Svo virðist sem Airbnb, rétt eins og stuttir leigusamningar, hafi ýtt undir félagslegan ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Dr. Anne-Cécile Mermet, borgarlandfræðingur og lektor við Sorbonne háskóla í París, framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd Höfuðborgarstofu með styrk frá Ferðamálastofu og Íbúðalánasjóði. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að gera tölfræðilega úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016-2018 og kanna hversu stór hlutfall hafði tilskilið leyfi. Hins vegar var kannað á hvaða forsendum leigusalar starfrækja Airbnb á höfuðborgarsvæðinu, hvaða áhrif starfsemin hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.Allt að 70 prósent götunnar á Airbnb Um 80 prósent eigna á höfuðborgarsvæðinu, sem skráðar eru á Airbnb, eru í Reykjavík; 37 prósent í 101 Reykjavík, 17 prósent í 105 Reykjavík og 7 prósent í 107 Reykjavík. Miðborgin og næsta nágrenni hennar hýsir því rúmlega 60 prósent skráðra eigna. Alls voru 2657 eignir skráðar í Reykjavík í apríl í ár og þar af voru 58 prósent starfræktar án lögbundins leyfis. Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Berþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur en allt að 70 prósent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til að leigusalar séu ekki „ekki einsleitur hópur með einsleit markmið,“ eins og það er orðað. Viðskiptaaðferðir þeirra eru því ólíkar, rétt eins og áhrifin. „Á meðan sum viðskiptamódel hafa fært eignarhald frá heimilum til fjárfesta og viðskipta, hafa önnur hjálpað íbúum að halda í heimili sín og/eða eiga fyrir lífsnauðsynjum.“ Þrátt fyrir það virðist Airbnb og stuttir leigusamningar hafa ýtt undir félagslegan ójöfnuð, ef marka má niðurstöðurnar. „Starfsemin getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á húsnæðismarkaði. Hins vegar eru afleiðingarnar minna framboð og hærra verð sem gerir þeim sem eru á höttunum eftir að eignast heimili til kaups eða leigu erfiðara fyrir.“Kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar má nálgast hér. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. Þéttleiki Airbnb-eigna er mestur í 101 Reykjavík og næsta nágrenni en í sumum götum er allt að 70% eigna skráðar á síðuna. Svo virðist sem Airbnb, rétt eins og stuttir leigusamningar, hafi ýtt undir félagslegan ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Dr. Anne-Cécile Mermet, borgarlandfræðingur og lektor við Sorbonne háskóla í París, framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd Höfuðborgarstofu með styrk frá Ferðamálastofu og Íbúðalánasjóði. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að gera tölfræðilega úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016-2018 og kanna hversu stór hlutfall hafði tilskilið leyfi. Hins vegar var kannað á hvaða forsendum leigusalar starfrækja Airbnb á höfuðborgarsvæðinu, hvaða áhrif starfsemin hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.Allt að 70 prósent götunnar á Airbnb Um 80 prósent eigna á höfuðborgarsvæðinu, sem skráðar eru á Airbnb, eru í Reykjavík; 37 prósent í 101 Reykjavík, 17 prósent í 105 Reykjavík og 7 prósent í 107 Reykjavík. Miðborgin og næsta nágrenni hennar hýsir því rúmlega 60 prósent skráðra eigna. Alls voru 2657 eignir skráðar í Reykjavík í apríl í ár og þar af voru 58 prósent starfræktar án lögbundins leyfis. Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Berþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur en allt að 70 prósent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til að leigusalar séu ekki „ekki einsleitur hópur með einsleit markmið,“ eins og það er orðað. Viðskiptaaðferðir þeirra eru því ólíkar, rétt eins og áhrifin. „Á meðan sum viðskiptamódel hafa fært eignarhald frá heimilum til fjárfesta og viðskipta, hafa önnur hjálpað íbúum að halda í heimili sín og/eða eiga fyrir lífsnauðsynjum.“ Þrátt fyrir það virðist Airbnb og stuttir leigusamningar hafa ýtt undir félagslegan ójöfnuð, ef marka má niðurstöðurnar. „Starfsemin getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á húsnæðismarkaði. Hins vegar eru afleiðingarnar minna framboð og hærra verð sem gerir þeim sem eru á höttunum eftir að eignast heimili til kaups eða leigu erfiðara fyrir.“Kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar má nálgast hér.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira