Körfubolti

Leonard leiddi Toronto til sigurs í Fíladelfíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leonard skoraði 39 stig, þar af 22 í seinni hálfleik.
Leonard skoraði 39 stig, þar af 22 í seinni hálfleik. vísir/getty

Kawhi Leonard skoraði 39 stig og tók 14 fráköst þegar Toronto Raptors vann Philadelphia 76ers á útivelli, 96-101, í undanúrslitum Austurdeildar NBA í kvöld. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar.

Leonard hefur verið frábær í úrslitakeppninni og leikurinn í kvöld var sá sjötti þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Af 39 stigum hans í kvöld komu 22 í seinni hálfleik.


Leonard setti niður gríðarlega mikilvægan þrist og kom Toronto í 90-94 þegar mínúta var eftir. Það bil náði Philadelphia ekki að brúa og Toronto fagnaði fimm stiga sigri, 96-101.

Leonard hitti úr 13 af 20 skotum sínum utan af velli og nýtti átta af tólf vítaskotum sínum. Marc Gasol var næststigahæstur í liði Toronto með 16 stig og Kyle Lowry skoraði 14 stig og gaf sjö stoðsendingar.

Jimmy Butler skoraði 29 stig og tók ellefu fráköst í liði Philadelphia. JJ Redick skoraði 19 stig. Joel Embiid og Ben Simmons skoruðu aðeins samtals 21 stig.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.