Körfubolti

Jón Axel íþróttamaður ársins hjá Davidson

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Axel Guðmundsson er að uppskera.
Jón Axel Guðmundsson er að uppskera. Vísir/Getty
Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, var útnefndur íþróttamaður ársins í karlaflokki hjá Davidson-háskólanum í nótt þegar að íþróttalífið hjá þessum mikla íþróttaskóla var gert upp á lokahófinu.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Jón Axel sem hann á svo sannarlega skilið en Grindvíkingurinn fór á kostum fyrir körfuboltalið Davidson í vetur en liðið hafnaði í öðru sæti ACC-deildarinnar með fjórtán sigra og fjögur töp en í heildina vann liðið 24 leiki og tapaði tíu.

Jón Axel skoraði 17 stig að meðaltali í leik, tók 7,3 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og var með 46 prósent skotnýtingu en hann leiddi nánast alla tölfræðiflokka hjá sínu liði. Þá var hann fyrsti leikmaður Davidson í 46 ár til að ná þrennu í leik.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur sett stefnuna á nýliðaval NBA-deildarinnar en hann spilaði með Davidson-háskólanum í mars-fárinu sem er úrslitakeppni háskólaboltans. Þar var eftir honum tekið enda frammistaða Jóns framúrskarandi á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×