Menn eru að taka eftir Jóni Axel í marsfárinu | Einn af 10 bestu Evrópumönnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 17:30 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson og félagar í köfuboltaliði Davidson háskólans verða í eldlínunni seint í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum úrslitakeppni bandaríska körfuboltans. Öll liðin í marsfárinu eru undir smásjá og fjölmargir fjölmiðlar eru að velta fyrir sér möguleikum liðanna á að upplifa eitthvað ævintýr í úrslitakeppninni í ár. Í allri umræðunni þá eru menn að taka eftir íslenska bakverðinum Jóni Axel Guðmundssyni sem er fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni NCAA. Helena Sverrisdóttir tók þátt í úrslitakeppninni kvennamegin á sínum tíma en Jón Axel er fyrsti íslenski strákurinn. Körfuboltamiðillinn eurohoops.net hefur tekið eftir Jóni með Davidson í vetur og segir hann verða einn af tíu bestu evrópsku leikmönnunum í marsfárinu í ár. Jón er þar nefndur til sögunnar ásamt leikmönnum frá Úkraínu, Frakklandi, Serbíu, Þýskalandi, Tyrklandi, Bosníu, Ísrael, Rússlandi og Spáni.#MarchMadness is here! @AravantinosDA and Eurohoops present the 10 best European players you should followhttps://t.co/htIpz8KQS5 — Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) March 14, 2018 Jón Axel er með 13,0 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Davidson í vetur og blaðamaður Eurohoops segir að hann sé framtíð íslenska körfuboltans ásamt miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni. Tryggvi spilar með Valencia í spænsku deildinni og í Euroleague. „Þetta er annað árið hjá honum í NCAA og hann er augljóslega að bæta sig meira og meira. Hann skoraði 8,1 stig í leik í fyrra en nú er meðalskorið hans komið upp í 13,0 stig í leik. Hann hefur verið traustur kostur fyrir Bob McKillop þjálfara,“ segir í umfjöllunni um Jón Axel. Blaðamaður Bob McKillop Eurohoops hrósar honum sérstaklega fyrir fráköstin sem hann er safna saman úr stöðu bakvarðar. Jón Axel er sagður elska það að keyra upp völlinn í hraðaupphlaupum eftir að hafa náð sjálfur frákastinu. Leikur Davidson og Kentucky hefst klukkan 23.10 að íslenskum tíma. Liðið sem vinnur hann tryggir sér þátttökurétt í 32 liða úrslitum. Körfubolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í köfuboltaliði Davidson háskólans verða í eldlínunni seint í kvöld þegar liðið mætir Kentucky í 64 liða úrslitum úrslitakeppni bandaríska körfuboltans. Öll liðin í marsfárinu eru undir smásjá og fjölmargir fjölmiðlar eru að velta fyrir sér möguleikum liðanna á að upplifa eitthvað ævintýr í úrslitakeppninni í ár. Í allri umræðunni þá eru menn að taka eftir íslenska bakverðinum Jóni Axel Guðmundssyni sem er fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn sem tekur þátt í úrslitakeppni NCAA. Helena Sverrisdóttir tók þátt í úrslitakeppninni kvennamegin á sínum tíma en Jón Axel er fyrsti íslenski strákurinn. Körfuboltamiðillinn eurohoops.net hefur tekið eftir Jóni með Davidson í vetur og segir hann verða einn af tíu bestu evrópsku leikmönnunum í marsfárinu í ár. Jón er þar nefndur til sögunnar ásamt leikmönnum frá Úkraínu, Frakklandi, Serbíu, Þýskalandi, Tyrklandi, Bosníu, Ísrael, Rússlandi og Spáni.#MarchMadness is here! @AravantinosDA and Eurohoops present the 10 best European players you should followhttps://t.co/htIpz8KQS5 — Eurohoops.net (@Eurohoopsnet) March 14, 2018 Jón Axel er með 13,0 stig, 6,1 frákast og 5,1 stoðsendingu að meðaltali með Davidson í vetur og blaðamaður Eurohoops segir að hann sé framtíð íslenska körfuboltans ásamt miðherjanum Tryggva Snæ Hlinasyni. Tryggvi spilar með Valencia í spænsku deildinni og í Euroleague. „Þetta er annað árið hjá honum í NCAA og hann er augljóslega að bæta sig meira og meira. Hann skoraði 8,1 stig í leik í fyrra en nú er meðalskorið hans komið upp í 13,0 stig í leik. Hann hefur verið traustur kostur fyrir Bob McKillop þjálfara,“ segir í umfjöllunni um Jón Axel. Blaðamaður Bob McKillop Eurohoops hrósar honum sérstaklega fyrir fráköstin sem hann er safna saman úr stöðu bakvarðar. Jón Axel er sagður elska það að keyra upp völlinn í hraðaupphlaupum eftir að hafa náð sjálfur frákastinu. Leikur Davidson og Kentucky hefst klukkan 23.10 að íslenskum tíma. Liðið sem vinnur hann tryggir sér þátttökurétt í 32 liða úrslitum.
Körfubolti Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira