Karlalið Vals hafa tapað öllum leikjum sínum síðan kvennalið félagsins unnu titlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 15:30 Handbolta- og körfuboltalið Vals í kvennaflokki unnu bæði þrefalt í vetur. Mynd/Fésbók/Valur Körfubolti Aprílmánuður endaði frábærlega á Hlíðarenda en það hefur minna af frétta af Valsliðunum í maí. Nú síðast var Valsliði sópað í sumarfrí á Selfossi í gærkvöld. Helgin 27. og 28. apríl var afar ánægjuleg fyrir Valsmenn sem eignuðust þá Íslandsmeistara tvo daga í röð. Handbolta- og körfuboltalið kvenna hjá Val skrifuðu nýjan kafla í söguna með því að vinna bæði þrefalt í vetur. Körfuboltaliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn laugardaginn 27. apríl og handboltaliðið vann sinn Íslandsmeistaratitil sunnudaginn 28. apríl. Bæði liðin unnu alla þrjá leiki sína í lokaúrslitum og handboltaliðið tapaði ekki leik í allri úrslitakeppninni. Það er samt ekki hægt að sjá að þessi sigurhátíð Valskvenna hafi farið vel í karlalið félagsins. Fótbolta- og handboltalið Vals í karlaflokki hafa nefnilega tapað öllum fimm leikjum sínum síðan þá. Handboltaliðið Vals lét sópa sér út úr úrslitakeppninni á Selfossi í gær og fótboltaliðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Íslandsmeistarar Vals eru bara með 1 stig í 9. sæti í Pepsi Max deildinni og bikarsumarið endaði strax í fyrsta leik með tapi á heimavelli í 32 liða úrslitunum. Eina stig Valsmenna í Pepsi Max deild karla til þessa kom í 3-3 jafntefli á móti Víkingum á Hlíðarenda en sá leikur fór fram föstudagskvöldið 26. apríl eða daginn fyrir sigurhátíð kvennaliðanna. Kvennalið Vals í fótbolta vann aftur á móti sinn fyrsta leik þegar liðið vann flottan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna.Hér fyrir neðan má sjá leiki karlaliða Vals eftir þessa miklu sigurhelgi kvennaliðanna í lok apríl. Karlaliðið í handbolta: 35-34 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 30. apríl Karlaliðið í fótbolta: 2-1 tap fyrir FH í Mjólkurbikarnum 1. maí Karlaliðið í handbolta: 32-31 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 3. maí Karlaliðið í fótbolta: 1-0 tap fyrir KA í Pepsi Max deildinni 5. maí Karlaliðið í handbolta: 29-26 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 6. maí5 leikir og 5 töp Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Aprílmánuður endaði frábærlega á Hlíðarenda en það hefur minna af frétta af Valsliðunum í maí. Nú síðast var Valsliði sópað í sumarfrí á Selfossi í gærkvöld. Helgin 27. og 28. apríl var afar ánægjuleg fyrir Valsmenn sem eignuðust þá Íslandsmeistara tvo daga í röð. Handbolta- og körfuboltalið kvenna hjá Val skrifuðu nýjan kafla í söguna með því að vinna bæði þrefalt í vetur. Körfuboltaliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn laugardaginn 27. apríl og handboltaliðið vann sinn Íslandsmeistaratitil sunnudaginn 28. apríl. Bæði liðin unnu alla þrjá leiki sína í lokaúrslitum og handboltaliðið tapaði ekki leik í allri úrslitakeppninni. Það er samt ekki hægt að sjá að þessi sigurhátíð Valskvenna hafi farið vel í karlalið félagsins. Fótbolta- og handboltalið Vals í karlaflokki hafa nefnilega tapað öllum fimm leikjum sínum síðan þá. Handboltaliðið Vals lét sópa sér út úr úrslitakeppninni á Selfossi í gær og fótboltaliðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Íslandsmeistarar Vals eru bara með 1 stig í 9. sæti í Pepsi Max deildinni og bikarsumarið endaði strax í fyrsta leik með tapi á heimavelli í 32 liða úrslitunum. Eina stig Valsmenna í Pepsi Max deild karla til þessa kom í 3-3 jafntefli á móti Víkingum á Hlíðarenda en sá leikur fór fram föstudagskvöldið 26. apríl eða daginn fyrir sigurhátíð kvennaliðanna. Kvennalið Vals í fótbolta vann aftur á móti sinn fyrsta leik þegar liðið vann flottan 5-2 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna.Hér fyrir neðan má sjá leiki karlaliða Vals eftir þessa miklu sigurhelgi kvennaliðanna í lok apríl. Karlaliðið í handbolta: 35-34 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 30. apríl Karlaliðið í fótbolta: 2-1 tap fyrir FH í Mjólkurbikarnum 1. maí Karlaliðið í handbolta: 32-31 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 3. maí Karlaliðið í fótbolta: 1-0 tap fyrir KA í Pepsi Max deildinni 5. maí Karlaliðið í handbolta: 29-26 tap fyrir Selfossi í úrslitakeppni Olís deildarinnar 6. maí5 leikir og 5 töp
Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira