Fæddirðu eðlilega, eða þú veist náttúrulega? Íris Tanja Ívarsdóttir Flygenring skrifar 7. maí 2019 14:13 Úff þessi spurning. Eins og salt í andlegt sár. Ég á tvö börn. Bæði voru tekin með keisara. Sonur minn var tekinn með bráðakeisara eftir 37 tíma hríðar. Hann var með ennið á undan og fastur í grindinni. Ég var komin 9 daga framyfir settan dag þegar ég fór loksins af stað og hann mætti í heiminn á þeim 11. Hann var búinn að kúka í legvatnið og hjartslátturinn féll í hverri hríð. Ég var komin með rembingsþörf en bara tæpa 4 í útvíkkun. Hann var í vanlíðan og okkur sagt að hann yrði sóttur með keisara. Ég sagði strax NEI ég vildi það alls ekki ég vildi halda áfram. Ég ætlaði að fæða hann - ég ætlaði að taka á móti honum sjálf meira að segja, teygja mig fram og ná í hann í síðasta rembingnum - ég var búin að sjá þetta allt fyrir mér - ég las ekki einu sinni kaflann um keisara í bókinni! Þetta var hins vegar ekkert val - hann varð að koma og það núna - við vorum bæði örmagna. Ég hringdi í mömmu grátandi og hún sagði að það yrði allt í lagi, hún var svo sterk í símann að ég varð sterk og mér var rúllað inn á skurðstofu. Hún sagði mér svo reyndar löngu seinna að hún hefði farið að gráta um leið og símtalinu lauk, ekki því þetta væri slæmt, heldur af vanmætti og samkennd. Elsku besta mamma mín. 6 árum seinna verð ég ófrísk af dóttur okkar. Ég var strax harðákveðin í því að reyna aftur fæðingu. Vildi ALLS ekki skipulagðan keisara þrátt fyrir að það væri hægt. Nú skyldi mér takast þetta. Ég myndi standa mig betur. Myndi halda þetta út núna og ég myndi ná að fæða barn. Því í mínum huga var ég að ljúga þegar ég sagðist hafa fætt barn. Mér fannst ég hræsnari. Gölluð. Hafa mistekist. Bara ef þetta og bara ef hitt. Þegar klukkan var að verða 3 um nótt í þriðja skiptið og ljósmæður sem ég hitti þegar ég mætti tæpum 3 sólarhringum áður voru mættar aftur í vinnuna, gerðist eitthvað. Ljósmóðirin sagðist ætla að athuga með útvíkkunina en hún hafði verið í um það bil 4 sm nokkrum tímum fyrr. Þegar hún leit á mig sagði ég: Það eru bara komnir 5 er það ekki? Tæpir 5 sagði hún þá. Ég sturlaðist. Ég örmagnaðist. Ég gaaaat ekki meir. Ég öskraði einhverju frumöskri úr kjarnanum. Ekki aftur. Þetta átti ekki að fara svona aftur. Ég átti að geta þetta núna. Ég var búin að fara í pottinn og syngja með Snatam Kaur allan diskinn mörgum sinnum. Ég hafandaði og sá fyrir mér lótusblóm að opnast. Ég gerði allt rétt... en samt ekki nóg. Ég öskraði að ég vildi keisara og það núna! Maðurinn minn teygði sig þá að mér og hélt að núna væri tímapunkturinn sem ég hafði talað um sem kemur þegar konur eru að gefast upp í rembingnum en þurfa samt að halda áfram. Ég hafði beðið hann að minna mig á að ég gæti þetta, ég væri búin til til þess að geta þetta. Konur fæða börn. Og elsku besti maðurinn minn gerði bara eins og ég hafði mjög fallega skipað honum að gera. Ég reif í hann og bað hann að horfa í augun á mér og sagði: Ég er ekki að fara að fokking fæða þetta barn. Hann leit á fæðingarlækninn og sagði: Hún vill keisara. Fyrst um sinn var ég sátt, mér fannst þetta öðruvísi en síðast. Í þetta sinn var þetta á mínum forsendum. Ég bað um keisarann. Ég vissi að ég gat ekki meir. Þrír sólarhringar í hríðum og tæpir 5 sm í útvíkkun, þetta var bara of mikið. Svo hægt og rólega byrjar efinn að gera vart við sig. Ég hefði aldrei átt að fara upp úr pottinum. Ég hefði átt að halda áfram. Af hverju get ég ekki fætt börn? Hvað er að mér? Ég var ekki nógu dugleg. Ég er bara ekki með nógu háan sársaukaþröskuld. Enn þann daginn í dag þarf ég að segja mér að ég hafi fætt börnin mín í þennan heim. Ég hafi upplifað fæðingu að mestu leyti. En samt finnst mér ég ekki vera að segja alveg satt þegar ég segi fæðing - því þau komu ekki gegnum „fæðingarveginn“, leggöngin, heldur gat á maganum. Ég veit að ef ég hefði verið uppi á öðrum tíma hefðum annað hvort ég eða börnin mína ekki lifað af. Ég er þakklát fyrir að eiga heilbrigð börn. Ég er þakklát fyrir að yfir höfuð hafa orðið ófrísk. Ég er þakklát fyrir að hafa gengið með þau fulla meðgöngu. Ég gekk með þau og ég kom þeim í þennan heim. Meira að segja núna finnst mér ég ekki geta sagt/skrifað þetta - en jú andskotinn hafði það! ÉG FÆDDI ÞAU Í ÞENNAN HEIM! Ég er ekki gölluð - við erum ekki gallaðar sem höfuð endað í keisara. Og við erum ekki minni mæður fyrir vikið. Konur sem hafa valið keisara eru heldur ekki minni mæður! Þær gengu líka með og fæddu börnin sín! Og svona ömurlega orðaðar spurningar eða merkingar á tíðabikar eru vanvirðing og lítillækkandi í besta falli vanhugsað. Við erum ekki óeðlilegar eða ónáttúrulegar! Við erum konur, mæður, VALKYRJUR og við fæddum börn okkar í þennan heim! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Úff þessi spurning. Eins og salt í andlegt sár. Ég á tvö börn. Bæði voru tekin með keisara. Sonur minn var tekinn með bráðakeisara eftir 37 tíma hríðar. Hann var með ennið á undan og fastur í grindinni. Ég var komin 9 daga framyfir settan dag þegar ég fór loksins af stað og hann mætti í heiminn á þeim 11. Hann var búinn að kúka í legvatnið og hjartslátturinn féll í hverri hríð. Ég var komin með rembingsþörf en bara tæpa 4 í útvíkkun. Hann var í vanlíðan og okkur sagt að hann yrði sóttur með keisara. Ég sagði strax NEI ég vildi það alls ekki ég vildi halda áfram. Ég ætlaði að fæða hann - ég ætlaði að taka á móti honum sjálf meira að segja, teygja mig fram og ná í hann í síðasta rembingnum - ég var búin að sjá þetta allt fyrir mér - ég las ekki einu sinni kaflann um keisara í bókinni! Þetta var hins vegar ekkert val - hann varð að koma og það núna - við vorum bæði örmagna. Ég hringdi í mömmu grátandi og hún sagði að það yrði allt í lagi, hún var svo sterk í símann að ég varð sterk og mér var rúllað inn á skurðstofu. Hún sagði mér svo reyndar löngu seinna að hún hefði farið að gráta um leið og símtalinu lauk, ekki því þetta væri slæmt, heldur af vanmætti og samkennd. Elsku besta mamma mín. 6 árum seinna verð ég ófrísk af dóttur okkar. Ég var strax harðákveðin í því að reyna aftur fæðingu. Vildi ALLS ekki skipulagðan keisara þrátt fyrir að það væri hægt. Nú skyldi mér takast þetta. Ég myndi standa mig betur. Myndi halda þetta út núna og ég myndi ná að fæða barn. Því í mínum huga var ég að ljúga þegar ég sagðist hafa fætt barn. Mér fannst ég hræsnari. Gölluð. Hafa mistekist. Bara ef þetta og bara ef hitt. Þegar klukkan var að verða 3 um nótt í þriðja skiptið og ljósmæður sem ég hitti þegar ég mætti tæpum 3 sólarhringum áður voru mættar aftur í vinnuna, gerðist eitthvað. Ljósmóðirin sagðist ætla að athuga með útvíkkunina en hún hafði verið í um það bil 4 sm nokkrum tímum fyrr. Þegar hún leit á mig sagði ég: Það eru bara komnir 5 er það ekki? Tæpir 5 sagði hún þá. Ég sturlaðist. Ég örmagnaðist. Ég gaaaat ekki meir. Ég öskraði einhverju frumöskri úr kjarnanum. Ekki aftur. Þetta átti ekki að fara svona aftur. Ég átti að geta þetta núna. Ég var búin að fara í pottinn og syngja með Snatam Kaur allan diskinn mörgum sinnum. Ég hafandaði og sá fyrir mér lótusblóm að opnast. Ég gerði allt rétt... en samt ekki nóg. Ég öskraði að ég vildi keisara og það núna! Maðurinn minn teygði sig þá að mér og hélt að núna væri tímapunkturinn sem ég hafði talað um sem kemur þegar konur eru að gefast upp í rembingnum en þurfa samt að halda áfram. Ég hafði beðið hann að minna mig á að ég gæti þetta, ég væri búin til til þess að geta þetta. Konur fæða börn. Og elsku besti maðurinn minn gerði bara eins og ég hafði mjög fallega skipað honum að gera. Ég reif í hann og bað hann að horfa í augun á mér og sagði: Ég er ekki að fara að fokking fæða þetta barn. Hann leit á fæðingarlækninn og sagði: Hún vill keisara. Fyrst um sinn var ég sátt, mér fannst þetta öðruvísi en síðast. Í þetta sinn var þetta á mínum forsendum. Ég bað um keisarann. Ég vissi að ég gat ekki meir. Þrír sólarhringar í hríðum og tæpir 5 sm í útvíkkun, þetta var bara of mikið. Svo hægt og rólega byrjar efinn að gera vart við sig. Ég hefði aldrei átt að fara upp úr pottinum. Ég hefði átt að halda áfram. Af hverju get ég ekki fætt börn? Hvað er að mér? Ég var ekki nógu dugleg. Ég er bara ekki með nógu háan sársaukaþröskuld. Enn þann daginn í dag þarf ég að segja mér að ég hafi fætt börnin mín í þennan heim. Ég hafi upplifað fæðingu að mestu leyti. En samt finnst mér ég ekki vera að segja alveg satt þegar ég segi fæðing - því þau komu ekki gegnum „fæðingarveginn“, leggöngin, heldur gat á maganum. Ég veit að ef ég hefði verið uppi á öðrum tíma hefðum annað hvort ég eða börnin mína ekki lifað af. Ég er þakklát fyrir að eiga heilbrigð börn. Ég er þakklát fyrir að yfir höfuð hafa orðið ófrísk. Ég er þakklát fyrir að hafa gengið með þau fulla meðgöngu. Ég gekk með þau og ég kom þeim í þennan heim. Meira að segja núna finnst mér ég ekki geta sagt/skrifað þetta - en jú andskotinn hafði það! ÉG FÆDDI ÞAU Í ÞENNAN HEIM! Ég er ekki gölluð - við erum ekki gallaðar sem höfuð endað í keisara. Og við erum ekki minni mæður fyrir vikið. Konur sem hafa valið keisara eru heldur ekki minni mæður! Þær gengu líka með og fæddu börnin sín! Og svona ömurlega orðaðar spurningar eða merkingar á tíðabikar eru vanvirðing og lítillækkandi í besta falli vanhugsað. Við erum ekki óeðlilegar eða ónáttúrulegar! Við erum konur, mæður, VALKYRJUR og við fæddum börn okkar í þennan heim!
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun