Körfubolti

Jakob og félagar með bakið upp við vegg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. mynd/borås

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Borås eru lentir 3-0 undir gegn Södertålje Kings í úrslitaeinvíginu í sænska körfuboltanum eftir spennuleik í kvöld, 79-76.

Staðan í hálfleik var 35-30 fyrir heimamenn í Södertålje en er sex sekúndur voru eftir var allt jafnt, 76-76. Þriggja stiga karfa á síðustu sekúndunni tryggðu Södertålje sigur.

Jakob reyndi þriggja stiga skot undir lokin sem geigaði en annars átti KR-ingurinn fínan leik. Hann skoraði sjö stig, tók eitt frákast og gaf tvær stoðsendingar.

Dagur Kár Jónsson og félagar í Flyers Wels eru komnir í sumarfrí eftir að hafa dottið 3-0 út gegn Klosterneuburg í átta liða úrslitunum í Austurríki.

Flyers tapaði þriðja leiknum í kvöld 87-73 en Dagur Kár skoraði átta stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Þetta var hans fyrsta tímabil í Austurríki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.