Handbolti

Atli Ævar missir af fyrsta leiknum gegn Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Ævar verður fjarri góðu gamni í fyrsta leik Selfoss og Vals í Hleðsluhöllinni.
Atli Ævar verður fjarri góðu gamni í fyrsta leik Selfoss og Vals í Hleðsluhöllinni. vísir/bára

Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Selfoss, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í sigrinum á ÍR, 28-29, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í gær.

Atli Ævar missir því af fyrsta leik Selfoss og Vals í undanúrslitum Olís-deildarinnar. Leikurinn fer fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

Þegar 16 mínútur voru liðnar af leik Selfoss og ÍR í gær fékk Atli Ævar beint rautt spjald fyrir að slá til Bergvins Þór Gíslasonar. Hann var þá búinn að skora tvö mörk.

Selfyssingar unnu báða leikina gegn ÍR-ingum með eins marks mun. Þeir eru því komnir í undanúrslit annað árið í röð.

Atli Ævar, sem er þrítugur, er nýbúinn að framlengja samning sinn við Selfoss um tvö ár. Hann er á sínu öðru tímabili hjá liðinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.