Körfubolti

Lillard um þristinn: „Hugsaði að þetta væri þægilegt færi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lillard skoraði 50 stig í leiknum í nótt
Lillard skoraði 50 stig í leiknum í nótt vísir/getty
Damian Lillard skoraði í nótt ótrúlegan flautuþrist sem hefur nú þegar verið nefndur sem eitt af bestu augnablikum í sögu úrslitakeppni NBA.

Lillard driplaði nokkrum sinnum þegar hann var rétt kominn yfir miðjulínuna og tíminn var að fjara út í leik Portland Trail Blazers og Oklahoma City Thunder í nótt. Hann fór svo í þristinn, sem söng í netinu og Portland fagnaði sigri.





„Það var mjög góð tilfinning þegar hann fór úr höndunum á mér, ég fann að þetta var gott skot,“ sagði Lillard.

Þegar Lillard driplaði niður tímann áttaði Paul George sig á því að hann myndi skjóta og reyndi að loka á Lillard, en var of seinn.

„Ég vildi ekki setja leikinn í hendurnar á dómaranum, að meta hvort það hefði verið villa, eða fara í erfiðara skot. Ég stóð þarna, horfði á hringinn og hugsaði: Þetta er þægilegt færi.“

„Ég hugsaði: ég ætla að skjóta. George var aðeins frá mér og ég hugsaði að ég hefði nóg pláss til að fara í skotið.“

George var hins vegar ekki hrifinn af skotinu.

„Þetta er slæmt skot. Mér er sama hvað aðrir segja, þetta er slæmt skot. En hann hitti úr því,“ sagði Oklahoma-maðurinn.

Lillard virðist hins vegar búinn að gera svona löng skot að sínum, samkvæmt Second Spectrum er Lillard 8 af 12 í skotum lengra en 30 fet frá körfunni í þessari úrslitakeppni. Allir aðrir leikmenn í úrslitakeppninni, 16 liðum, eru 6 af 38.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×