Umfjöllun: Keflavík - Valur 96-100 | Valur einum sigri frá titlinum

Helgi Hrafn Ólafsson skrifar
Helena átti flottan leik í kvöld.
Helena átti flottan leik í kvöld. vísir/bára
Keflavík og Valur mættust í í æsispennandi leik tvö í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistararatitilinn í Blue-höllinni á Sunnubrautinni í Keflavík.

Valur hafði unnið fyrstu viðureignina 75-63 en það voru Keflvíkingar sem tóku snemma forystuna í leiknum með magnaðari skotsýningu en það dugði því miður ekki til og þær þurfti að sætta sig við grátlegt tap, 96-100.

Liðin voru margfalt öruggari til að byrja með í leiknum og skoruðu margfalt meira framan af. Vörnin var ekki upp á marga fiska á köflum en Valur átti í erfiðleikum með flæðandi sókn Keflavíkur á sama tíma og Keflavík gekk illa að verjast gegn Helenu Sverrisdóttur. Liðin höfðu skorað meira á fyrstu 30 mínútum þessa leiks en á öllum 40 mínútum þess fyrsta.

Í lok þriðja höfðu Keflavík tíu stiga forskot þegar nokkur féllu ekki með þeim svo að þær misstu aðeins flugið og Valur hóf að saxa niður forskotið. Við þetta fóru Keflvíkingar aðeins að reyna skora of mikið sjálfar í stað þess að láta boltann flæða jafn vel og áður.

Valsstúlkur héldu haus og unnu seinasta leikhlutann með níu stigum og unnu leikinn að lokum 96-100 þar sem þær framkvæmdu betur á lokakafla leiksins.

vísir/bára
Af hverju vann Valur?

Keflavík leiddi næstum allan leikinn en gátu aldrei almennilega slitið sig frá Valsstúlkum. Þegar sjö mínutur lifðu leiks áttu Keflvíkingar skyndilega erfitt með að setja skotin niður og Valur gekk þá á lagið og tóku forystu sem heimaliðið gat aldrei unnið niður.

Þrátt fyrir glæsilegan skotleik hjá Keflavík fengu þær færri skot og færri víti og töpuðu því gegn öflugu liði Vals sem hætti aldrei að berjast þrátt fyrir að vera undir stærstan hluta leiksins.

Hverjar stóðu upp úr?

Helena Sverrisdóttir átti rosalega öflugan leik og skilaði 35 stigum, tíu fráköstum og átta stoðsendingum ásamt því að sækja sjö villur á Keflavík. Heather Butler kom líka mjög öflug inn með 27 stig og sex fráköst. Simona Podesvova var aftur gífurlega öflug í frákastabaráttunni og tók niður fimmtán fráköst.

Hjá Keflavík var Brittanny Dinkins í gírnum og skoraði 39 stig fyrir sínar stelpur. Við þetta bætti hún átta fráköstum og 7 stoðsendingum ásamt því að stela tveimur boltum og verja tvö skot. Hún virtist ekki getað klikkað á skoti á köflum og var m.a. með átta þrista niður í þrettán tilraunum (61,5% þriggja stiga nýting).

Sara Rún Hinriksdóttir var sömuleiðis góð fyrir Keflvíkinga í kvöld en hún skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hún var líka funheit fyrir utan þriggja stiga línuna með 75% nýtingu (3/4 í þristum).

Hvað gekk illa?

Báðum liðum gekk illa að verjast á köflum í leiknum en í lokaleikhlutanum hættu heimaliðið skyndilega að hitta jafnvel vel og þær höfðu gert fram að því.

Undir lokin áttu Keflvíkingar slæman kafla þar sem vantaði að setja skotin niður eins og Valur nýtti tækifærið. Valur herti vörnina og gat gert út um leikinn þegar á þurfti á meðan að Keflavík vantaði herslumuninn á lokakaflanum.

Hvað tekur við?

Næsti leikur úrslitaeinvígisins verður í Origo-höllinni kl.18:00. Leikur 3 verður þar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 rásinni. Valur getur sópað úrslitaseríunni á heimavelli sínum ef þær vinna næsta leik á meðan að Keflavík gæti enn átt von ef þær ná að vinna úti gegn Val.

vísir/bára
Darri Freyr: Ljótur sigur en þetta hafðist

Darri Freyr var að vonum sáttur með 96-100 niðurstöðu eftir rosalegan leik þar sem báðum liðum gekk illa að hemja hitt.

„Já, þetta var ljótur sigur en hafðist,“ sagði hann en Valur leiddi ekki nema tíu mínútur í leiknum, þar af seinustu sjö mínúturnar. „Úrslitin snúast ekki um neitt annað en að sækja þrjá sigra,“ sagði Darri Freyr.

Eins og áður sagði voru Keflvíkingar með foystu mest allan leikinn en Darri ræddi við sínar stelpur í hálfleik og fullvissaði þær um að þetta væri ekkert mál.

„Við töluðum um það í hálfleik að það skipti engu máli hvernig staðan er svo lengi sem við erum inni í leiknum þegar það eru tvær mínútur eftir,“ sagði hann og átti erfitt með að segja til um hvernig þær rauðklæddu hefðu unnið þennan leik.

Valsarar voru með færri skiptingar en Keflavík í leiknum og héngu lengi á sama liði. Darri Freyr fannst að sínar stelpur hefðu bara harkað þennan leik til að sækja sigurinn og fannst að Valur hefði getað spilað miklu betur.

Valsstúlkur áttu erfiðara með að stöðva Brittanny Dinkins í þessum leik og Darri Freyr sagði að þær ættu kannski bara að líta á þennan leik sem tapleik til að læra meira af honum og gera enn betur í leik þrjú.

 „Ég segi þér á morgun hvað fór úrskeiðis,“ sagði hann brosandi enda hafa Valsarar nú tekið 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu og eiga næsta leik á sínum heimavelli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira