Körfubolti

Jakob fær tækifæri til að verða sænskur meistari í annað sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakob skoraði fjögur stig í dag.
Jakob skoraði fjögur stig í dag. vísir/anton

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Borås Basket eru komnir í úrslit um sænska meistaratitilinn í körfubolta.

Borås tryggði sér sæti í úrslitunum með sigri á Norrköping Dolphins, 82-90, á útivelli í dag.

Borås vann einvígið, 4-2, og mætir annað hvort Södertälje Kings eða Jämtland í úrslitunum. Staðan í einvígi þeirra er 3-2, Södertälje í vil.

Þetta er í fyrsta sinn frá tímabilinu 1999-2000 sem Borås kemst í úrslit um sænska meistaratitilinn. Þá tapaði liðið fyrir Plannja Basket, 3-1. Borås komst einnig í úrslit 1996-97 en tapaði einnig þá fyrir Plannja, 3-1.

Jakob skoraði fjögur stig og tók þrjú fráköst á rúmum 22 mínútum í leiknum í dag.

Hann varð sænskur meistari með Sundsvall Dragons 2011 og getur nú endurtekið leikinn með Borås.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.