Okkar eigin Trump Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. apríl 2019 08:00 Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun