Handbolti

Umboðsmaður Ómars staðfestir áhuga Magdeburg

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon gæti verið á leið í þýsku Bundesliguna
Ómar Ingi Magnússon gæti verið á leið í þýsku Bundesliguna vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Ómar Ingi Magnússon, er eftirsóttur og gæti verið á förum frá danska úrvalsdeildarliðinu Aalborg í sumar.

Líkt og við greindum frá í fyrradag hefur Ómar verið orðaður við þýska stórliðið Magdeburg.



Umboðsmaður Ómars Inga staðfestir áhuga Magdeburg í samtali við danska fjölmiðilinn TV2 og segir jafnframt að Magdeburg sé ekki eina liðið sem hafi áhuga á Ómari.

Magdeburg er í 3.sæti þýsku Bundesligunnar um þessar mundir en félagið hefur ellefu sinnum hampað þýska meistaratitlinum og þrisvar sinnum unnið Meistaradeild Evrópu.

Enginn Íslendingur er á mála hjá félaginu um þessar mundir en á meðal Íslendinga sem hafa leikið með félaginu ber helsta að nefna Ólaf Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason. Þá hafa þeir Alfreð Gíslason og Geir Sveinsson þjálfað félagið á sínum þjálfaraferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×