Handbolti

Ómar Ingi orðaður við Magdeburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir ungan aldur nálgast Ómar Ingi 50 A-landsleiki fyrir Ísland.
Þrátt fyrir ungan aldur nálgast Ómar Ingi 50 A-landsleiki fyrir Ísland. vísir/ernir

Þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg hefur augastað á Ómari Inga Magnússyni, leikmanni Aalborg og íslenska landsliðsins.

Samkvæmt staðarblaðinu Volksstimme vill Magdeburg fá Ómar Inga til að fylla skarð Albins Lagergren þegar sænski landsliðsmaðurinn fer til Rhein-Neckar Löwen sumarið 2020 eins og búist er við.

Ómar Ingi hefur átt frábært tímabil með Aalborg og var stoðsendingahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar og níundi markahæsti leikmaður hennar.

Úrslitakeppnin í Danmörku stendur nú yfir. Í gær vann Aalborg meistara Skjern, 34-28. Ómar Ingi skoraði sex mörk fyrir Aalborg.

Ómar Ingi hefur leikið í Danmörku síðan 2016, fyrst með Århus og svo með Aalborg.

Selfyssingurinn hefur farið á þrjú stórmót með íslenska landsliðinu; HM 2017 og 2019 og EM 2018.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.