Handbolti

Ómar Ingi orðaður við Magdeburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir ungan aldur nálgast Ómar Ingi 50 A-landsleiki fyrir Ísland.
Þrátt fyrir ungan aldur nálgast Ómar Ingi 50 A-landsleiki fyrir Ísland. vísir/ernir
Þýska úrvalsdeildarliðið Magdeburg hefur augastað á Ómari Inga Magnússyni, leikmanni Aalborg og íslenska landsliðsins.

Samkvæmt staðarblaðinu Volksstimme vill Magdeburg fá Ómar Inga til að fylla skarð Albins Lagergren þegar sænski landsliðsmaðurinn fer til Rhein-Neckar Löwen sumarið 2020 eins og búist er við.

Ómar Ingi hefur átt frábært tímabil með Aalborg og var stoðsendingahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar og níundi markahæsti leikmaður hennar.

Úrslitakeppnin í Danmörku stendur nú yfir. Í gær vann Aalborg meistara Skjern, 34-28. Ómar Ingi skoraði sex mörk fyrir Aalborg.

Ómar Ingi hefur leikið í Danmörku síðan 2016, fyrst með Århus og svo með Aalborg.

Selfyssingurinn hefur farið á þrjú stórmót með íslenska landsliðinu; HM 2017 og 2019 og EM 2018.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×