Tækifærið er núna Erla Tryggvadóttir skrifar 16. apríl 2019 14:45 Fátt er meira rætt um á kaffistofum landsmanna en áhrif okkar á hlýnun jarðar. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessari þróun? Ljóst er að allir þurfa að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að svörtustu spár um afleiðingar hlýnunar jarðar rætast ekki. En stöldrum aðeins við — það felast nefnilega alltaf tækifæri í áskorunum. Nú hafa fyrirtæki gullið tækifæri til þess að mynda sér skýra sérstöðu í umhverfismálum — og mynda sér þar með skýrt samkeppnisforskot.Sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi Rannsóknir á neysluvenjum þúsaldarkynslóðarinnar (e. millennials) hafa sýnt fram á að hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þessi kynslóð gerir kröfur til þeirra fyrirtækja sem hún verslar við — og þeirra vara sem hún neytir. Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að þessi kynslóð gerir einnig kröfur til þeirra fyrirtækja sem hún kýs að starfa fyrir — að þau fyrirtæki hafi sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Viðhorf þessarar kynslóðar er því skýrt. Fyrirtæki verði að taka ábyrgð — og framleiða vörur sínar í sátt og samlyndi við umhverfið.Skýrt samkeppnisforskot — samfélaginu til heilla Alþjóðlega ráðstefnan What Works fór fram dagana 1.-3. apríl í Hörpu. Þar kom saman fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá alþjóðlegum fyrirtækjum, samtökum, ríkjum og stofnunum til að ræða samfélagslega ábyrgð, sjálfbærni og félagslegar framfarir um allan heim. Brýnt er að allir hugsi um hvað sé hægt að gera betur. Allir þurfa að leggja sitt á vogarskálarnar; fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld, fjárfestar og síðast en ekki síst, einstaklingar. Allir verða leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að róttækum breytingum með samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Slíkt skilar ekki einungis betri samfélögum — heldur líka betri fjárhagslegri afkomu til lengri tíma. Sjálfbærni og samfélags ábyrgð er nefnilega góður bísness. Tækifærið er því núna. Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að hugsa til lengri tíma — og marka sér skýrt samkeppnisforskot, samfélaginu til heilla. Að gera hlutina á umhverfisvænni hátt — og spara nokkrar krónur í leiðinni. Með skýru markmiði og ásetningi — græða allir, ekki satt?Höfundur er verkefnastjóri hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja / Icelandic center for CSR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Fátt er meira rætt um á kaffistofum landsmanna en áhrif okkar á hlýnun jarðar. Hvað er hægt að gera til þess að sporna við þessari þróun? Ljóst er að allir þurfa að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að svörtustu spár um afleiðingar hlýnunar jarðar rætast ekki. En stöldrum aðeins við — það felast nefnilega alltaf tækifæri í áskorunum. Nú hafa fyrirtæki gullið tækifæri til þess að mynda sér skýra sérstöðu í umhverfismálum — og mynda sér þar með skýrt samkeppnisforskot.Sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi Rannsóknir á neysluvenjum þúsaldarkynslóðarinnar (e. millennials) hafa sýnt fram á að hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Þessi kynslóð gerir kröfur til þeirra fyrirtækja sem hún verslar við — og þeirra vara sem hún neytir. Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að þessi kynslóð gerir einnig kröfur til þeirra fyrirtækja sem hún kýs að starfa fyrir — að þau fyrirtæki hafi sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Viðhorf þessarar kynslóðar er því skýrt. Fyrirtæki verði að taka ábyrgð — og framleiða vörur sínar í sátt og samlyndi við umhverfið.Skýrt samkeppnisforskot — samfélaginu til heilla Alþjóðlega ráðstefnan What Works fór fram dagana 1.-3. apríl í Hörpu. Þar kom saman fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíkan bakgrunn frá alþjóðlegum fyrirtækjum, samtökum, ríkjum og stofnunum til að ræða samfélagslega ábyrgð, sjálfbærni og félagslegar framfarir um allan heim. Brýnt er að allir hugsi um hvað sé hægt að gera betur. Allir þurfa að leggja sitt á vogarskálarnar; fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld, fjárfestar og síðast en ekki síst, einstaklingar. Allir verða leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að róttækum breytingum með samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Slíkt skilar ekki einungis betri samfélögum — heldur líka betri fjárhagslegri afkomu til lengri tíma. Sjálfbærni og samfélags ábyrgð er nefnilega góður bísness. Tækifærið er því núna. Aldrei hefur verið jafn mikilvægt að hugsa til lengri tíma — og marka sér skýrt samkeppnisforskot, samfélaginu til heilla. Að gera hlutina á umhverfisvænni hátt — og spara nokkrar krónur í leiðinni. Með skýru markmiði og ásetningi — græða allir, ekki satt?Höfundur er verkefnastjóri hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja / Icelandic center for CSR
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar