Getur heimsbyggðin hindrað kjarnorkustríð? Sveinn Kristinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú eru 74 ár eru liðin frá því að kjarnorkuvopnum var beitt í hernaði í fyrsta skipti. Heimsbyggðin stendur öll frammi fyrir áframhaldandi hættu og líkum á því að slíkum vopnum verði beitt aftur. Afleiðingar af beitingu slíkra gereyðingarvopna yrðu geigvænlegar. Milljónir manna myndu týna lífi sínu og þeim sem lifðu slíka þolraun af eru búin óljós örlög. Sagan sýnir nefnilega að þeir sem lifa af þurfa að glíma við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar geislunar og mengunar af völdum kjarnorkusprengjunnar. Það er raunar þyngra en tárum taki að okkur sem þessa jörð byggjum hafi ekki enn tekist að haga málum þannig að kjarnorkuvopnin og sú skelfilega ógn sem af þeim stafar heyri sögunni til.Bönnum gereyðingarvopn Við öll stöndum frammi fyrir því stóra og mikilvæga verkefni að skapa skilyrði fyrir kjarnorkuvopnalausan heim og koma þannig í veg fyrir beitingu kjarnorkuvopna. Fyrsta skref í þessari vegferð er að hvetja okkar eigin stjórnvöld á Íslandi og önnur ríki til þess að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum. Hann er nú er til umfjöllunar á Alþingi. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og ógnina af þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn kveður á um algjört bann við hvers kyns notkun kjarnorkuvopna í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur beitt sér fyrir algjöru banni og útrýmingu kjarnorkuvopna. Frá árinu 1945 hefur hreyfingin vakið athygli á alvarlegum afleiðingum notkunar slíkra vopna. Sú afstaða er ekki aðeins byggð á þeim hörmungum sem vitað er að notkun kjarnorkuvopna leiðir af sér, heldur einnig þeirri staðreynd að hvorki Rauði krossinn né nokkur annar aðili væri fær um að veita eftirlifendum raunverulega aðstoð. Er það bæði vegna geislunar og þeirrar miklu eyðileggingar sem af hlytist að nær engin leið væri til að aðstoða þá sem fyrir sprengjunni yrðu. Rauði krossinn varð vitni að notkun kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí árið 1945 og eyðileggingarkrafti þeirra. Tugþúsundir manna létust á augabragði og aðrar tugþúsundir létust af völdum þeirra árum og áratugum síðar. Enn í dag, 74 árum síðar, sinnir japanski Rauði krossinn fórnarlömbum sprengjanna. Mörg þeirra voru ekki fædd þegar sprengjurnar féllu, en geislun af þeirra völdum veldur enn alvarlegum sjúkdómum líkt og krabbameini og margvíslegum öðrum skaða. Það er því er ljóst að afleiðingar kjarnorkusprengjanna teygja anga sína marga áratugi fram í tímann frá hinum hræðilegu atburðum.Stjórnvöld taki af skarið Kjarnorkuvopn eru í andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög sem eru lög er gilda í hernaði. Í ár verða Genfarsamningarnir fjórir frá 1949 sjötíu ára. Í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari voru ríki heims sammála um að endurtaka aldrei þann hildarleik sem stríðið var. Sem merki um þá samstöðu voru ríki heims aðeins um fjóra mánuði að samþykkja lokaútgáfu Genfarsamninganna. Hvað þarf til þess að ríki heimsins sammælist öll um algjört bann við kjarnorkuvopnum? Vonandi þurfum við ekki að horfa aftur upp á notkun og eyðingarmátt kjarnorkuvopna til þess að ríki heimsins vakni og leggi loks til algjört bann við þeim – því þá er það orðið um seinan. Svarið er einfalt. Ríkisstjórnir og ráðamenn sem vilja forða heimsbyggðinni frá kjarnorkustríði hafa aðeins einn raunverulegan valmöguleika – og hann er að banna algjörlega framleiðslu og notkun þessara hræðilegu vopna. Nú hafa íslensk stjórnvöld kjörið tækifæri til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og stuðla þannig að kjarnorkuvopnalausum og öruggari heimi. Það geta þau með því að skrifa undir og fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum.Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar