Starfsnám opnar dyr Sigurður Hannesson skrifar 18. apríl 2019 08:30 Mikil tækifæri bíða þeirra stelpna og stráka sem ljúka starfs- og tækninámi. Atvinnulífið bíður starfskrafta þeirra en þorri þeirra félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem vilja bæta við sig starfsfólki leitar að starfsmenntuðu fólki. Námið opnar dyr út í heim en starfsnám er viðurkennt innan Evrópu og veitir því útskrifuðum alþjóðlegt gjaldgengi. Þá er einfalt að fara í frekara nám fyrir þau sem það kjósa og er háskólamenntað fólk með starfsnám að baki mjög eftirsótt á vinnumarkaði. Töfrarnir verða til þar sem handverk og hugvit mætast. Hjá helstu hátæknifyrirtækjum landsins starfar starfs- og tæknimenntað fólk – konur og karlar – og býr til búnað sem seldur er víða um heim. Maðurinn hefur í þúsundir ára unnið með málm og tré, gerir enn og mun áfram gera en störfin hafa sannarlega breyst í áranna rás. Málm- og véltæknigreinar fela í sér vinnu með tölvustýrð verkefni og í hönnunargreinum er sköpunin í fyrirrúmi svo dæmi séu tekin. Möguleikar á starfsnámi eru nær óþrjótandi enda eru um 100 starfsnámsbrautir í boði í framhaldsskólum landsins. Öll ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlutfallslega hafa mun færri lokið starfsnámi hér á landi en gengur og gerist í nágrannaríkjum. Gjarnan er haft á orði að efla þurfi starfsnám. Staðreyndin er hins vegar sú að starfsnám er heilt yfir gott en okkar eigin viðhorf hafa gert það að verkum að fleirum hefur verið stýrt í bóknám heldur en í starfsnám. Þetta er nú sem betur fer að breytast. Stefna stjórnvalda birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Efst á blaði varðandi framhaldsskólastigið er að fjölga þeim sem ljúka starfs- og tækninámi. Þetta eru mikil tíðindi því bóknámi hefur hingað til verið gert hærra undir höfði en starfsnámi, einhverra hluta vegna. Einhver bestu meðmæli með þessari stefnumörkun stjórnvalda eru mótmæli einstaka skólamanna í bóknámsskólum. Vor starfsnámsins er runnið upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil tækifæri bíða þeirra stelpna og stráka sem ljúka starfs- og tækninámi. Atvinnulífið bíður starfskrafta þeirra en þorri þeirra félagsmanna Samtaka iðnaðarins sem vilja bæta við sig starfsfólki leitar að starfsmenntuðu fólki. Námið opnar dyr út í heim en starfsnám er viðurkennt innan Evrópu og veitir því útskrifuðum alþjóðlegt gjaldgengi. Þá er einfalt að fara í frekara nám fyrir þau sem það kjósa og er háskólamenntað fólk með starfsnám að baki mjög eftirsótt á vinnumarkaði. Töfrarnir verða til þar sem handverk og hugvit mætast. Hjá helstu hátæknifyrirtækjum landsins starfar starfs- og tæknimenntað fólk – konur og karlar – og býr til búnað sem seldur er víða um heim. Maðurinn hefur í þúsundir ára unnið með málm og tré, gerir enn og mun áfram gera en störfin hafa sannarlega breyst í áranna rás. Málm- og véltæknigreinar fela í sér vinnu með tölvustýrð verkefni og í hönnunargreinum er sköpunin í fyrirrúmi svo dæmi séu tekin. Möguleikar á starfsnámi eru nær óþrjótandi enda eru um 100 starfsnámsbrautir í boði í framhaldsskólum landsins. Öll ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hlutfallslega hafa mun færri lokið starfsnámi hér á landi en gengur og gerist í nágrannaríkjum. Gjarnan er haft á orði að efla þurfi starfsnám. Staðreyndin er hins vegar sú að starfsnám er heilt yfir gott en okkar eigin viðhorf hafa gert það að verkum að fleirum hefur verið stýrt í bóknám heldur en í starfsnám. Þetta er nú sem betur fer að breytast. Stefna stjórnvalda birtist með skýrum hætti í fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Efst á blaði varðandi framhaldsskólastigið er að fjölga þeim sem ljúka starfs- og tækninámi. Þetta eru mikil tíðindi því bóknámi hefur hingað til verið gert hærra undir höfði en starfsnámi, einhverra hluta vegna. Einhver bestu meðmæli með þessari stefnumörkun stjórnvalda eru mótmæli einstaka skólamanna í bóknámsskólum. Vor starfsnámsins er runnið upp.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar