Handbolti

Alfreð hafði betur gegn Bjarka og félögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen vann tveggja marka sigur á Hannover-Burgdorf í þýsku Bundesligunni í handbolta. Kiel hafði betur gegn Füchse Berlin.

Andy Schmid átti stórleik í liði Ljónanna og skoraði 11 mörk í 30-28 sigri þeirra. Alexander Petersson skoraði sex mörk en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað hjá Rhein-Neckar.

Gestirnir í Löwen voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru 14-16 yfir í hálfleik. Þeir áttu góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem þeir unnu sig upp í fimm marka forystu. Munurinn varð mest sjö mörk en heimamenn unnu sig aðeins inn í leikinn aftur undir lokinn og munaði aðeins tveimur mörkum þegar upp var staðið.

Það var Íslendingaslagur í Berlín þar sem Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin mættu lærisveinum Alfreðs Gíslasonar.

Bjarki Már skoraði tvö mörk í 29-30 tapi Refanna. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik og leiddur 15-13 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Kiel gerði hins vegar áhlaup strax í upphafi seinni hálfleiks og tók forystuna. Kiel var með fjögurra marka forskot þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum en þá gerðu heimamenn áhlaup. Kiel náði að standa það af sér og fór að lokum með eins marks sigur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.