Erlent

Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Einn vegatálmanna í miðbæ Lundúna.
Einn vegatálmanna í miðbæ Lundúna. Getty/Leon Neal

Ungir umhverfissinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. Mótmælin hafa staðið yfir síðan á mánudag og hlotið heitið „Extinction Rebellion,“ eða Útrýmingar uppreisnin. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Mótmælendurnir við Heathrow eru allir fæddir eftir 1990 og við komu þeirra á Heathrow drógu þau upp fána sem á stóð „Erum við síðasta kynslóðin?“ sem notaður var af mótmælendum til að stöðva umferð á stærsta hringtorginu sem liggur til og frá flugvellinum.

Um 25 lögreglumenn voru kallaðir á staðinn en mótmælendum var hótað handtöku ef þeir færðu sig ekki upp á gangstétt. Fjórir þeirra neituðu að færa sig og stóðu áfram á veginum í meira en klukkutíma.

Mótmælendur í Lundúnum halda enn vegatálmum á fjórum stöðum sem komið var upp í miðbæ Lundúna í vikunni þrátt fyrir að rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir og búast aðgerðasinnarnir við að fleiri mótmælendur bætist í hópinn um helgina.

Talsmaður aðgerðasinnanna, Ronan McNern, telur að ný þáttaröð Davids Attenborough, Climate Change: The Facts, muni hjálpa málstað þeirra mikið. Í samtali við The Guardian sagði hann að mótmælin væru að setja umhverfismál í brennipunkt. Fólk væri að tala um umhverfismál og það væri það mikilvægasta af öllu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.