Kynntu Viggó til leiks með fimmtán ára gamalli mynd af honum og Kretzschmar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 23:00 Stefan Kretzschmar vann titla með Alfreð Gíslasyni og Ólafi Stefánssyni hjá SC Magdeburg. Þar á meðal Meistaradeildina en hér fagna þeir þrír þeim titli. Getty/Sebastian Schupfner Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. Viggó gerði eins árs samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Viggó hefur þegar skorað 146 mörk á tímabilinu með West Wien, 99 í deildarkeppninni og 47 í úrslitakeppninni. Hann er einn af markahæstu mönnunum í austurrísku deildinni. Leipzig kynnti íslenska leikmanninn til leiks með því að birta fimmtán ára gamla mynd af honum og þýskri handboltagoðsögn. „Þess vegna spila ég alltaf í treyju númer 73,“ segir Viggó þegar hann hann var spurður út í myndina af honum og Stefan Kretzschmar frá árinu 2004. Stefan Kretzschmar skoraði 821 mark í 218 landsleikjum fyrir Þýskaland á sínum tíma en hann er einmitt frá Leipzig. Fréttin á heimasíðu Leipzig með myndinni af Viggó og Stefan Kretzschmar frá 2004.Skjámynd/Heimasíða LeipzigMeð fréttinni um félagsskiptinn þá mátti líka lesa stutt viðtal við Seltirninginn. „Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að spila í Bundesligunni. Ég hef verið að spila í Austurríki undanfarin tvö ár og nú er rétti tíminn til að taka næsta skrefið á mínum ferli. Þegar ég frétti af áhuga SC DHfK Leipzig þá fór ég til Leipzig til að kynna mér klúbbinn betur. Eftir jákvæðar viðræður við Karsten Günther og André Haber þá var þetta mjög auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Viggó í viðtali á heimasíðu Leipzig. „Ég kynntist liðinu þegar ég kom til Leipzig og hef líka horft á síðustu leiki liðsins. Leipzig er með mjög gott lið og það eru mikil gæði í leikmannahópnum. Þetta er líka metnaðarfullt félag sem vill berjast fyrir Evrópusæti. Ég vil sýna mína hæfileika í Leipzig og hjálpa félaginu að ná þessum metnaðarfullu markmiðum. Ég von að ég og Franz Semper myndum gott tvíeyki á hægri vængnum á næsta tímabili. Við höfum ólíka styrkleika og getum báðir hjálpað liðinu,“ sagði Viggó. Handbolti Tengdar fréttir Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. Viggó gerði eins árs samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Viggó hefur þegar skorað 146 mörk á tímabilinu með West Wien, 99 í deildarkeppninni og 47 í úrslitakeppninni. Hann er einn af markahæstu mönnunum í austurrísku deildinni. Leipzig kynnti íslenska leikmanninn til leiks með því að birta fimmtán ára gamla mynd af honum og þýskri handboltagoðsögn. „Þess vegna spila ég alltaf í treyju númer 73,“ segir Viggó þegar hann hann var spurður út í myndina af honum og Stefan Kretzschmar frá árinu 2004. Stefan Kretzschmar skoraði 821 mark í 218 landsleikjum fyrir Þýskaland á sínum tíma en hann er einmitt frá Leipzig. Fréttin á heimasíðu Leipzig með myndinni af Viggó og Stefan Kretzschmar frá 2004.Skjámynd/Heimasíða LeipzigMeð fréttinni um félagsskiptinn þá mátti líka lesa stutt viðtal við Seltirninginn. „Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að spila í Bundesligunni. Ég hef verið að spila í Austurríki undanfarin tvö ár og nú er rétti tíminn til að taka næsta skrefið á mínum ferli. Þegar ég frétti af áhuga SC DHfK Leipzig þá fór ég til Leipzig til að kynna mér klúbbinn betur. Eftir jákvæðar viðræður við Karsten Günther og André Haber þá var þetta mjög auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Viggó í viðtali á heimasíðu Leipzig. „Ég kynntist liðinu þegar ég kom til Leipzig og hef líka horft á síðustu leiki liðsins. Leipzig er með mjög gott lið og það eru mikil gæði í leikmannahópnum. Þetta er líka metnaðarfullt félag sem vill berjast fyrir Evrópusæti. Ég vil sýna mína hæfileika í Leipzig og hjálpa félaginu að ná þessum metnaðarfullu markmiðum. Ég von að ég og Franz Semper myndum gott tvíeyki á hægri vængnum á næsta tímabili. Við höfum ólíka styrkleika og getum báðir hjálpað liðinu,“ sagði Viggó.
Handbolti Tengdar fréttir Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00