Kynntu Viggó til leiks með fimmtán ára gamalli mynd af honum og Kretzschmar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 23:00 Stefan Kretzschmar vann titla með Alfreð Gíslasyni og Ólafi Stefánssyni hjá SC Magdeburg. Þar á meðal Meistaradeildina en hér fagna þeir þrír þeim titli. Getty/Sebastian Schupfner Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. Viggó gerði eins árs samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Viggó hefur þegar skorað 146 mörk á tímabilinu með West Wien, 99 í deildarkeppninni og 47 í úrslitakeppninni. Hann er einn af markahæstu mönnunum í austurrísku deildinni. Leipzig kynnti íslenska leikmanninn til leiks með því að birta fimmtán ára gamla mynd af honum og þýskri handboltagoðsögn. „Þess vegna spila ég alltaf í treyju númer 73,“ segir Viggó þegar hann hann var spurður út í myndina af honum og Stefan Kretzschmar frá árinu 2004. Stefan Kretzschmar skoraði 821 mark í 218 landsleikjum fyrir Þýskaland á sínum tíma en hann er einmitt frá Leipzig. Fréttin á heimasíðu Leipzig með myndinni af Viggó og Stefan Kretzschmar frá 2004.Skjámynd/Heimasíða LeipzigMeð fréttinni um félagsskiptinn þá mátti líka lesa stutt viðtal við Seltirninginn. „Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að spila í Bundesligunni. Ég hef verið að spila í Austurríki undanfarin tvö ár og nú er rétti tíminn til að taka næsta skrefið á mínum ferli. Þegar ég frétti af áhuga SC DHfK Leipzig þá fór ég til Leipzig til að kynna mér klúbbinn betur. Eftir jákvæðar viðræður við Karsten Günther og André Haber þá var þetta mjög auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Viggó í viðtali á heimasíðu Leipzig. „Ég kynntist liðinu þegar ég kom til Leipzig og hef líka horft á síðustu leiki liðsins. Leipzig er með mjög gott lið og það eru mikil gæði í leikmannahópnum. Þetta er líka metnaðarfullt félag sem vill berjast fyrir Evrópusæti. Ég vil sýna mína hæfileika í Leipzig og hjálpa félaginu að ná þessum metnaðarfullu markmiðum. Ég von að ég og Franz Semper myndum gott tvíeyki á hægri vængnum á næsta tímabili. Við höfum ólíka styrkleika og getum báðir hjálpað liðinu,“ sagði Viggó. Handbolti Tengdar fréttir Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. Viggó gerði eins árs samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Viggó hefur þegar skorað 146 mörk á tímabilinu með West Wien, 99 í deildarkeppninni og 47 í úrslitakeppninni. Hann er einn af markahæstu mönnunum í austurrísku deildinni. Leipzig kynnti íslenska leikmanninn til leiks með því að birta fimmtán ára gamla mynd af honum og þýskri handboltagoðsögn. „Þess vegna spila ég alltaf í treyju númer 73,“ segir Viggó þegar hann hann var spurður út í myndina af honum og Stefan Kretzschmar frá árinu 2004. Stefan Kretzschmar skoraði 821 mark í 218 landsleikjum fyrir Þýskaland á sínum tíma en hann er einmitt frá Leipzig. Fréttin á heimasíðu Leipzig með myndinni af Viggó og Stefan Kretzschmar frá 2004.Skjámynd/Heimasíða LeipzigMeð fréttinni um félagsskiptinn þá mátti líka lesa stutt viðtal við Seltirninginn. „Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að spila í Bundesligunni. Ég hef verið að spila í Austurríki undanfarin tvö ár og nú er rétti tíminn til að taka næsta skrefið á mínum ferli. Þegar ég frétti af áhuga SC DHfK Leipzig þá fór ég til Leipzig til að kynna mér klúbbinn betur. Eftir jákvæðar viðræður við Karsten Günther og André Haber þá var þetta mjög auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Viggó í viðtali á heimasíðu Leipzig. „Ég kynntist liðinu þegar ég kom til Leipzig og hef líka horft á síðustu leiki liðsins. Leipzig er með mjög gott lið og það eru mikil gæði í leikmannahópnum. Þetta er líka metnaðarfullt félag sem vill berjast fyrir Evrópusæti. Ég vil sýna mína hæfileika í Leipzig og hjálpa félaginu að ná þessum metnaðarfullu markmiðum. Ég von að ég og Franz Semper myndum gott tvíeyki á hægri vængnum á næsta tímabili. Við höfum ólíka styrkleika og getum báðir hjálpað liðinu,“ sagði Viggó.
Handbolti Tengdar fréttir Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00