Sigurður Gunnar hefur gert „hið ómögulega“ tvisvar sinnum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:30 Sigurður Gunnar Þorsteinsson í einum leiknum á móti Njarðvík. Vísir/Bára Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór fyrir ÍR-liðinu í ótrúlegri endurkomu þess á móti Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla. ÍR-liðið lenti 2-0 undir en tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna þrjá síðustu leikina. Sigurður Gunnar var í aðalhlutverki hjá ÍR-liðinu í bæði vörn og sókn. Sigurður var með 16 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig í sigrinum í Njarðvík í gær og setti niður magnaða þriggja stiga körfu sekúndu áður en leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Alls var Sigurður Gunnar með 15,2 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik í einvíginu. ÍR og Þór urðu í gærkvöldi aðeins þriðja og fjórða liðið til að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi í úrslitakeppninni. Svo skemmtilega vill til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson sjálfur kom þarna í annað skiptið á ferlinum að svona sögulegri endurkomu. Sigurður Gunnar var nefnilega í Keflavíkurliðinu sem vann upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitaeinvíginu vorið 2008 eða fyrr ellefu árum síðan. Sigurður Gunnar og félagar unnu síðan úrslitaeinvígið 3-0 og urðu Íslandsmeistarar. Þá var Sigurður Gunnar tvítugur en nú er hann orðinn 31 árs gamall og er enn á ný kominn í undanúrslitin með liði sínu. Vorið 2008 voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum en í leiknum í gær þurfti Sigurður Gunnar og félagar að sækja sigur í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það gerir afrek ÍR-liðsins sem og Þórsliðsins enn merkilegra að hjá báðum liðum voru tveir af þessum þremur sigrum liðanna á útivöllum og þar að auki á tveimur af sterkustu heimavöllum deildarinnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór fyrir ÍR-liðinu í ótrúlegri endurkomu þess á móti Njarðvík í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla. ÍR-liðið lenti 2-0 undir en tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að vinna þrjá síðustu leikina. Sigurður Gunnar var í aðalhlutverki hjá ÍR-liðinu í bæði vörn og sókn. Sigurður var með 16 stig, 8 fráköst og 21 framlagsstig í sigrinum í Njarðvík í gær og setti niður magnaða þriggja stiga körfu sekúndu áður en leiktíminn rann út í fyrri hálfleik. Alls var Sigurður Gunnar með 15,2 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik í einvíginu. ÍR og Þór urðu í gærkvöldi aðeins þriðja og fjórða liðið til að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi í úrslitakeppninni. Svo skemmtilega vill til að Sigurður Gunnar Þorsteinsson sjálfur kom þarna í annað skiptið á ferlinum að svona sögulegri endurkomu. Sigurður Gunnar var nefnilega í Keflavíkurliðinu sem vann upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitaeinvíginu vorið 2008 eða fyrr ellefu árum síðan. Sigurður Gunnar og félagar unnu síðan úrslitaeinvígið 3-0 og urðu Íslandsmeistarar. Þá var Sigurður Gunnar tvítugur en nú er hann orðinn 31 árs gamall og er enn á ný kominn í undanúrslitin með liði sínu. Vorið 2008 voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum en í leiknum í gær þurfti Sigurður Gunnar og félagar að sækja sigur í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Það gerir afrek ÍR-liðsins sem og Þórsliðsins enn merkilegra að hjá báðum liðum voru tveir af þessum þremur sigrum liðanna á útivöllum og þar að auki á tveimur af sterkustu heimavöllum deildarinnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30 Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00 Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08 Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 74-86 | ÍR-ingar fullkomnuðu endurkomuna ÍR vann þriðja leikinn í röð gegn Njarðvík og tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deild karla. 1. apríl 2019 23:30
Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær. 2. apríl 2019 11:00
Bara tvær endurkomur á fyrstu 29 árunum og svo tvær sama kvöldið Kvöldið var sögulegt í úrslitakeppni Domino's deildar karla. 1. apríl 2019 22:08
Körfuboltakvöld: Jeb Ivey kvaddi með tárin í augunum Njarðvíkingurinn Jeb Ivey tilkynnti eftir tapið gegn ÍR í gær að hann væri hættur í körfubolta. Tilfinningaþrungin stund hjá Ivey sem grét eftir leikinn. 2. apríl 2019 10:00