Körfubolti

Sjáðu ótrúlega flautukörfu Sigga Þorsteins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta var eins tæpt og það getur verið en karfan stóð. Réttilega.
Þetta var eins tæpt og það getur verið en karfan stóð. Réttilega.
ÍR-ingurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur farið á kostum í vetur og skoraði einu af fallegustu körfum ferilsins í Ljónagryfjunni í gær.

Það var 1,1 sekúnda eftir af leiknum þegar boltanum var grýtt fram völlinn á Sigurð. Hann snýr sér við á þriggja stiga línunni og nær að skora ótrúlega þriggja stiga körfu.

Endursýningar leiddu í ljós að Sigurður sleppti boltanum á hárréttum tíma. Hann hefði ekki mátt sleppa boltanum sekúndubroti seinna.

Sjóðheitir ÍR-ingar fóru inn í hálfleik með þessa jákvæðni á bakinu og litu aldrei til baka.

Sjón er sögu ríkari hér að neðan.



Klippa: Siggi Þorsteins með ótrúlega flautukörfu

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×