Handbolti

Sjáðu dramatíkina þegar að Íslendingaliðið varð bikarmeistari í Danmörku

Leikmenn Álaborgar fagna bikarmeistaratitlinum.
Leikmenn Álaborgar fagna bikarmeistaratitlinum. vísir/getty
Íslendingaliðið Álaborg í danska handboltanum varð bikarmeistari um síðustu helgi þegar að það lagði Skanderborg, 28-27, í rafmögnuðum úrslitaleik í Jysjkebank-boxinu í Herning þar sem að Danir urðu heimsmeistarar á dögunum.

Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon spila með Álaborgarliðinu en Ómar er búinn að vera einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar þar í landi í vetur. Arnór Atlason er svo aðstoðarþjálfari liðsins en þetta var í fyrsta sinn sem Álaborg verður bikarmeistari.

Spennan var ótrúleg á lokasekúndunum en Álaborg var marki yfir og með boltann þegar að tíu sekúndur voru eftir en þá þurfti Janus Daði að fara í neyðarskot sem vörnin varði í hendur markvarðar síns.

Hann sendi boltann fram í hraðaupphlaup en hitti ekki réttan mann. Þurfti því annar leikmaður Skandeborg að fara inn úr erfiðu færi úr horninu þegar að tvær sekúndur voru eftir en markvörður Álaborgar varði og tryggði sigurinn og titilinn.

Myndband af þessum svakalegum lokasekúndum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×