Handbolti

Kiel búið að semja við Sagosen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sagosen í leik með PSG.
Sagosen í leik með PSG. vísir/getty
Þýska liðið Kiel tilkynnti í dag að félaginu hefði tekist að semja við einn besta leikmann heims, Sander Sagosen, sem í dag spilar með PSG í Frakklandi.

Sagosen mun þó spila rúmlega heilt tímabil í viðbót í Frakklandi því hann kemur ekki til Kiel fyrr en sumarið 2020. Hann samdi við Kiel til þriggja ára en þetta eru risakaup hjá félaginu.

„Kiel er risaklúbbur og ég vildi fá þessa áskorun,“ sagði hinn 23 ára gamli Sagosen.

Hann hefur spilað með norska landsliðinu síðan hann var 18 ára gamall. Með Sagosen í leiðtogahlutverkinu nældi Noregur í silfur á HM 2017 og 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×