Bjarni: Hef áhyggjur af því hversu hrikalega lélegir við höfum verið eftir bikarhelgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2019 22:17 Bjarni og félagar eru ekki lengur í úrslitakeppnissæti. vísir/bára Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna gegn Fram í kvöld. Framarar unnu leikinn með fimm marka mun, 23-28. „Þetta var ógeðslega lélegt hjá okkur,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leik og dró ekkert undan. „Við spiluðum hræðilega vörn í byrjun, brutum ekki, vorum slitnir í sundur og óöruggir. Þar af leiðandi var markvarslan engin. Svo datt þetta ekki fyrir okkur í sókninni. Viktor [Gísli Hallgrímsson] stóð sig vel í markinu hjá Fram,“ sagði Bjarni. „Svo fórum við mikið beint á Ægi [Hrafn Jónsson] og hann varði fullt af skotum í vörninni. Þetta gerðum við í staðinn fyrir að gefa okkur tíma. Þegar við gerðum það sköpuðum við okkur færi, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Bjarni segir að hann beri mikla ábyrgð sem þjálfari liðsins. „Mér fannst Fram vera miklu betra. Við prófuðum alls konar hluti en vorum ekki tilbúnir og áttum ekki möguleika. Það skrifast á mig. Ég stýri skútunni og þarf að skoða þetta og leysa. Við getum ekki dvalið lengi við þetta. Við þurfum að mæta klárir í næsta leik og muna að það eru bara tvær vikur síðan við vorum að spila frábærlega,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég hef áhyggjur af því hversu hrikalega lélegir við höfum verið eftir bikarhelgina.“ Eftir úrslit kvöldsins er ÍR komið niður í 9. sæti deildarinnar, einu sæti frá úrslitakeppninni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Ef maður spilar þokkalega vel líður manni ekki eins illa þegar maður tapar. Stundum falla hlutirnir ekki með þér. En núna erum við að spila illa og ég hef áhyggjur af því. Við erum mjög ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Bjarni. „Annað hvort nýtum við þetta til góðs og komum miklu sterkari til baka. Eða við brotnum sem lið og gefumst upp.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 23-28 | Framarar fjærlægðust botnsvæðið Fram steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli með sigri á ÍR í Breiðholtinu, 23-28. 24. mars 2019 21:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna gegn Fram í kvöld. Framarar unnu leikinn með fimm marka mun, 23-28. „Þetta var ógeðslega lélegt hjá okkur,“ sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leik og dró ekkert undan. „Við spiluðum hræðilega vörn í byrjun, brutum ekki, vorum slitnir í sundur og óöruggir. Þar af leiðandi var markvarslan engin. Svo datt þetta ekki fyrir okkur í sókninni. Viktor [Gísli Hallgrímsson] stóð sig vel í markinu hjá Fram,“ sagði Bjarni. „Svo fórum við mikið beint á Ægi [Hrafn Jónsson] og hann varði fullt af skotum í vörninni. Þetta gerðum við í staðinn fyrir að gefa okkur tíma. Þegar við gerðum það sköpuðum við okkur færi, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ Bjarni segir að hann beri mikla ábyrgð sem þjálfari liðsins. „Mér fannst Fram vera miklu betra. Við prófuðum alls konar hluti en vorum ekki tilbúnir og áttum ekki möguleika. Það skrifast á mig. Ég stýri skútunni og þarf að skoða þetta og leysa. Við getum ekki dvalið lengi við þetta. Við þurfum að mæta klárir í næsta leik og muna að það eru bara tvær vikur síðan við vorum að spila frábærlega,“ sagði Bjarni og bætti við: „Ég hef áhyggjur af því hversu hrikalega lélegir við höfum verið eftir bikarhelgina.“ Eftir úrslit kvöldsins er ÍR komið niður í 9. sæti deildarinnar, einu sæti frá úrslitakeppninni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Ef maður spilar þokkalega vel líður manni ekki eins illa þegar maður tapar. Stundum falla hlutirnir ekki með þér. En núna erum við að spila illa og ég hef áhyggjur af því. Við erum mjög ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Bjarni. „Annað hvort nýtum við þetta til góðs og komum miklu sterkari til baka. Eða við brotnum sem lið og gefumst upp.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 23-28 | Framarar fjærlægðust botnsvæðið Fram steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli með sigri á ÍR í Breiðholtinu, 23-28. 24. mars 2019 21:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Fram 23-28 | Framarar fjærlægðust botnsvæðið Fram steig stórt skref í áttina að því að bjarga sér frá falli með sigri á ÍR í Breiðholtinu, 23-28. 24. mars 2019 21:45