Handbolti

Barcelona tapaði stigi í fyrsta sinn í tæpt ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með Barcelona.
Aron í leik með Barcelona. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona töpuðu í kvöld sínum fyrstu stigum í tæpt ár er liðið gerði 28-28 jafntefli við Logroño á útivelli.

Börsungar höfðu nú þegar unnið spænsku deildina þrátt fyrir að sex umferðir voru eftir fyrir leikinn í kvöld en Logroño var í fjórða sætinu.

Logroño var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17-12, en Börsungar náðu að koma til baka í síðari hálfleik. Ekkert mark var skorað síðustu þrjár mínútur leiksins.

Þetta eru fyrstu stigin sem Barcelona tapar í spænsku úrvalsdeildinni síðan 13. apríl 2018 er þeir töpuðu gegn Granollers. 348 dagar. Næstum heilt ár. Rosalegir yfirburðir.

Börsungar eru nú þegar orðnir meistarar en Aron skoraði þrjú mörk í leiknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×