List og glæpir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun