List og glæpir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. mars 2019 07:30 Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Heimildarmyndin Leaving Neverland sýnir ótvírætt fram á það sem svo marga hafði grunað, að Michael Jackson níddist á ungum drengjum og fyllti líf þeirra kvöl. Fjölmargir aðdáendur poppgoðsins neita að viðurkenna þá staðreynd sem myndin opinberar, semsagt þá að hann var barnaníðingur. Þeir eru sannfærðir um að allar slíkar ásakanir séu lygi. Blind aðdáun þeirra á Jackson rúmar ekki þá hugsun að goðið þeirra hafi verið siðblindur og vondur maður. Þessi einkennilegi maður, goðsögn í lifanda lífi, hafði engan áhuga á að vera fullorðinn og bjó til sína eigin ævintýraveröld og bauð þangað ungum drengjum. Það var vitað að þeir gistu hjá honum, sváfu í sama herbergi og hann og opinberlega sást hann leiða þá sér við hönd. Aðdáendur hans töldu þetta til marks um kærleiksríkt viðhorf til barna en hjá öðrum kviknuðu samstundis viðvörunarljós. Þegar Jackson dó skyndilega skrifuðu aðdáendur hans um allan heim fögur og fjálgleg eftirmæli um þetta goð sitt. Þeir dáðu bæði tónlistina og manninn sjálfan og það sem aðrir töldu grunsamlegt í fari hans flokkuðu þeir sem sérvisku snillings. Á sínum tíma var Jackson sýknaður fyrir rétti af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn drengjum, og þar skipti mestu að eitt fórnarlamba hans laug fyrir rétti og harðneitaði því að hetjan hans hefði beitt hann kynferðisofbeldi. Í Leaving Neverland lýsir þetta fórnarlamb Jacksons, sem nú er fullorðinn maður, þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti hans og urðu til þess að hann kom manni sem var kvalari hans til bjargar. Það er margt sláandi í þessari mynd, meðal annars það hvernig Jackson gerði drengina sem hann níddist á háða sér tilfinningalega. Þeir dáðu hann og elskuðu. Enginn sem horft hefur á myndina ætti lengur að efast um að Michael Jackson var barnaníðingur, sem níddist á drengjum allt niður í sjö ára. Svo er önnur staðreynd, sömuleiðis óhagganleg, sem er sú að Jackson telst meðal helstu snillinga 20. aldar á tónlistarsviðinu. Nú þykir snillin óþægileg. Einhverjir vilja greinilega fara þá leið að láta eins og Michael Jackson og verk hans hafi aldrei verið til – sem er vitanlega gróf sögufölsun. Ekki skal fullyrt að forráðamenn breska ríkisútvarpsins BBC og norska ríkisútvarpsins NRK og fleiri stöðva hafi markvisst haft það í huga þegar þeir ákváðu að hætta að spila tónlist Jacksons á útvarpsstöðvunum. Hugsanlega er þetta bann við spilun einungis tímabundið, eins konar sjokkviðbrögð við fréttum sem hafa komið svo mörgum úr jafnvægi, en ættu samt ekki að hafa komið á óvart. Heimurinn verður að sætta sig við að einstaklingar sem eru ekki góðar manneskjur geta gert stórkostlega hluti á listasviðinu. Listaverkin verða ekki og eiga ekki að vera þurrkuð af yfirborði jarðar, þau lifa sjálfstæðu lífi og eru svo miklu betri en maðurinn sjálfur var. Hvers konar eftirlit sem tekur að sér að fela listaverk og láta eins og þau hafi aldrei verið sköpuð getur ekki verið annað en skelfilegt.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar