Lífið

Túristi reynir við framburð íslenskra orða og niðurstaðan er sprenghlægileg

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Myndbandið er einkar vel heppnað að mati blaðamanns.
Myndbandið er einkar vel heppnað að mati blaðamanns. Samsett

Þekkt er að erlendum ferðamönnum sem reyni við framburð hinna ýmsu íslensku orða á borð við „Eyjafjallajökull“ og „Hallgrímskirkja“ gangi oft og tíðum nokkuð brösuglega að bera orðin fram eins og innfæddir.

Þar er tístverjinn Margaret Tierney þó undanskilin, en hún var nýlega í hlutverki ferðamanns hér á landi. Í gær tísti hún myndbandi þar sem hún reyndi við framburð nokkurra alíslenskra orða.

Við myndbandið skrifaði hún þetta:

„Mannshugurinn er ótrúlegur. Ég eyddi einni viku á Íslandi og nú tala ég íslensku reiprennandi.“

Myndbandið má sjá hér að neðan, en rétt er að taka fram að það er ekki Íslendingur sem ber fram orðin á myndbandinu. Hún er í alvörunni útlensk.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.