Handbolti

Tekur Sigursteinn við bikarmeisturunum?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigursteinn er að taka við FH.
Sigursteinn er að taka við FH. vísir/stefán
FH hefur boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í hádeginu á morgun en nýr þjálfari bikarmeistara FH í handbolta karla verður þar tilkynntur.

Morgunblaðið greinir frá því í kvöld að Sigursteinn Arndal muni taka við liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem hættir eftir tímabilið. Hann hefur þá stýrt FH í fimm tímabil.

Halldór Jóhann er á leið til Barein en hann mun stýra U21 og U19 ára landsliðum Barein auk þess að aðstoða Aron Kristjánsson með A-landslið Barein.

Sigursteinn hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands undanfarin ár en hann er uppalinn í Kaplakrikanum.

Þar hefur hann bæði leikið og þjálfað en hann hefur verið þjálfari yngri flokka félagsins undanfarin ár.

FH varð bikarmeistari um helgina í fyrsta skipti í 25 ár en liðið hafði betur gegn Val í úrslitaleiknum. Liðið er í fjórða sæti Olís-deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×