Handbolti

Tekur Sigursteinn við bikarmeisturunum?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigursteinn er að taka við FH.
Sigursteinn er að taka við FH. vísir/stefán

FH hefur boðað til blaðamannafundar í Kaplakrika í hádeginu á morgun en nýr þjálfari bikarmeistara FH í handbolta karla verður þar tilkynntur.

Morgunblaðið greinir frá því í kvöld að Sigursteinn Arndal muni taka við liðinu af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem hættir eftir tímabilið. Hann hefur þá stýrt FH í fimm tímabil.

Halldór Jóhann er á leið til Barein en hann mun stýra U21 og U19 ára landsliðum Barein auk þess að aðstoða Aron Kristjánsson með A-landslið Barein.

Sigursteinn hefur verið viðloðandi þjálfun yngri landsliða Íslands undanfarin ár en hann er uppalinn í Kaplakrikanum.

Þar hefur hann bæði leikið og þjálfað en hann hefur verið þjálfari yngri flokka félagsins undanfarin ár.

FH varð bikarmeistari um helgina í fyrsta skipti í 25 ár en liðið hafði betur gegn Val í úrslitaleiknum. Liðið er í fjórða sæti Olís-deildarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.