Handbolti

Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
s2 sport
FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport.

„Lið eins og Selfoss, jafnvel Valur, Afturelding klárlega, treysta svolítið mikið á að einstaklingarnir eigi góðan dag. Hjá FH þá er það kerfið, ekki leikmennirnir,“ sagði Sebastian Alexandersson.

„Mér finnst þeir vera meistarakandídatar, alveg sama hver er að spila.“

Það eru meiðsli í leikmannahóp FH en þeir eru að vinna stærri sigra heldur en þegar allir voru heilir fyrir áramót.

„Þessi maður [Halldór Jóhann Sigfússon] á allt hrós skilið. Þetta er bara þjálfun.“



Klippa: Seinni bylgjan: FH eru meistarakandídatar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×