Halldór Jóhann: Of gott tækifæri til þess að hafna Anton Ingi Leifsson skrifar 28. febrúar 2019 19:45 Halldór Jóhann Sigfússon lætur af stöfum sem þjálfari FH í Olís-deild karla eftir tímabilið en hann hefur stýrt liðinu í fimm keppnistímabil. „Ég er búinn að eiga frábær fimm ár í Krikanum. Auðvitað er sá tími ekki liðinn en þetta hefur verið mjög ánægjulegt. Ég hef þroskast mikið á þessum fimm árum,“ sagði Halldór í samtali við Guðjón Guðmundsson. Halldór mun stýra yngri landsliðum Barein en einnig verður hann aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar í A-landsliðinu. „Mér fannst, þegar ég fór að skoða þetta betur, að þetta væri of gott tækifæri til þess að hafna. Mér fannst þetta rétt skref á þessum tímapunkti,“ en Halldór hafnaði tilboði frá B-deildarliðinu Huttenberg í Þýskalandi. „Ég átti mjög ánægjulegt samskipti við þá og það var mjög freistandi að fara þangað og skapa sér ákveðið nafn í Þýskalandi og taka þann slag.“ „Það var alltaf vitað að ég myndi fara einn út fyrsta árið og ekki með fjölskylduna. Þetta var óhagstætt miðað við skóla og þess háttar og svo líka fjárhagslega. Þetta var dapurt tilboð og gerði mér auðveldara fyrir að hafna því.“ FH á enn möguleika á þremur titlum; deildarmeistaratitlinum, bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Halldór vill kveðja Hafnarfjarðarliðið með bikar. „Það vilja öll liðin vinna allt sem er í boði. Við erum í mikilli baráttu í þrjú önnur lið í deildinni og þau vilja öll vinna líka. Ég verð að hugsa um mitt starf og sinna því sem best.“ „Við erum að fara í mjög erfiðan leik á Selfossi. Það er toppslagur og það verður gaman að fara og etja kappi við þá. Síðan kemur bikarhelgin og það er bara ný keppni.“ „Það er gríðarlega erfitt verkefni þar gegn ÍR og til þess að verða bikarmeistari þarftu að vinna öll liðin í þeirri keppni. Það er einföld formúla en afar erfið. Við viljum vera keppa á öllum vígstöðvum og þess vegna er maður í þessu. Það heldur manni á tánum.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00 Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon lætur af stöfum sem þjálfari FH í Olís-deild karla eftir tímabilið en hann hefur stýrt liðinu í fimm keppnistímabil. „Ég er búinn að eiga frábær fimm ár í Krikanum. Auðvitað er sá tími ekki liðinn en þetta hefur verið mjög ánægjulegt. Ég hef þroskast mikið á þessum fimm árum,“ sagði Halldór í samtali við Guðjón Guðmundsson. Halldór mun stýra yngri landsliðum Barein en einnig verður hann aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar í A-landsliðinu. „Mér fannst, þegar ég fór að skoða þetta betur, að þetta væri of gott tækifæri til þess að hafna. Mér fannst þetta rétt skref á þessum tímapunkti,“ en Halldór hafnaði tilboði frá B-deildarliðinu Huttenberg í Þýskalandi. „Ég átti mjög ánægjulegt samskipti við þá og það var mjög freistandi að fara þangað og skapa sér ákveðið nafn í Þýskalandi og taka þann slag.“ „Það var alltaf vitað að ég myndi fara einn út fyrsta árið og ekki með fjölskylduna. Þetta var óhagstætt miðað við skóla og þess háttar og svo líka fjárhagslega. Þetta var dapurt tilboð og gerði mér auðveldara fyrir að hafna því.“ FH á enn möguleika á þremur titlum; deildarmeistaratitlinum, bikarnum og Íslandsmeistaratitlinum. Halldór vill kveðja Hafnarfjarðarliðið með bikar. „Það vilja öll liðin vinna allt sem er í boði. Við erum í mikilli baráttu í þrjú önnur lið í deildinni og þau vilja öll vinna líka. Ég verð að hugsa um mitt starf og sinna því sem best.“ „Við erum að fara í mjög erfiðan leik á Selfossi. Það er toppslagur og það verður gaman að fara og etja kappi við þá. Síðan kemur bikarhelgin og það er bara ný keppni.“ „Það er gríðarlega erfitt verkefni þar gegn ÍR og til þess að verða bikarmeistari þarftu að vinna öll liðin í þeirri keppni. Það er einföld formúla en afar erfið. Við viljum vera keppa á öllum vígstöðvum og þess vegna er maður í þessu. Það heldur manni á tánum.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00 Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Seinni bylgjan: FH meistarakandídatar alveg sama hverjir spila FH er það lið sem treystir hvað minnst á einstaklinga og spilar á liðinu og liðskerfinu að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. 26. febrúar 2019 16:00
Seinni bylgjan: Rosalegur missir fyrir FH Í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport eru málefni líðandi stundar tekin fyrir. 27. febrúar 2019 12:30
Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25
Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Hafnafjarðarliðið ætlar að taka sér tíma í að finna eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar. 21. febrúar 2019 10:41