Handbolti

Alfreð eltir Flensburg og tíu íslensk mörk í sigri Ljónanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er að gera flotta hluti í Þýskalandi. Það er ekkert nýtt.
Alfreð er að gera flotta hluti í Þýskalandi. Það er ekkert nýtt. vísir/getty

Kiel er áfram fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sigur á Leipzig í kvöld, 27-22. Staðan í hálfleik var 10-10.

Rhein-Neckar Löwen lenti í engum vandræðum með Wetzlar á heimavelli en lokatölur urðu tíu marka sigur Ljónanna, 31-21. Þeir voru 15-13 yfir í hálfleik.

Guðjón Valur Sigurðsson var næst markahæsti leikmaður Löwen en hann skoraði sex mörk úr tíu skotum.

Alexander Petersson bætti við fjórum mörkum en Löwen er í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir Kiel.

Füchse Berlín tapaði fyrir Melsungen á útivelli, 26-22, eftir að hafa verið 12-8 undir í hálfleik. Berlín og Melsungen eru jöfn í fimmta til sjötta sætinu en Bjarki Már Elísson gerði gerði tvö mörk fyrir Berlín.

Í sænsku úrvalsdeildinni Kristianstad vann sjö marka sigur á Önnereds, 32-25. Ólafur Guðmundsson gerði fimm mörk, Arnar Freyr Arnarsson gerði fjögur og Teitur Örn Einarsson þrjú.

Kristianstad er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.