Handbolti

Sigur hjá Rhein-Neckar Löwen

Dagur Lárusson skrifar
Alexander Petterson í baráttunni.
Alexander Petterson í baráttunni. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petterson var báðir í eldlínunni þegar Rhein-Necker Löwen bara sigur úr býtum gegn Lemgo í þýska handboltanum í dag.

 

Leikurinn var heldur jafn frá upphafi til enda og var stærsta forskotið í fyrri hálfleiknum þegar Rhein-Neckar komst í 3-6. Staðan í hálfleiknum var 12-10 fyrir Lemgo þannig liðin voru að skiptast á að vera með forystuna.

 

Liðsmenn Rhein-Neckar byrjuðu seinni hálfleikinn að miklum krafti og komust í 13-17 á tímabili en sem fer varð forystan aldrei meira en það. Spennan varði til leiksloka en það var að lokum Rhein-Neckar sem stóð uppi sem sigurvegari og lokatölur voru 23-25.

 

Guðjón Valur skoraði þrjú mörk í leiknum á meðan Alexander Petterson skoraði einnig þrjú en eftir leikinn er liðið í þriðja sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×