Enski boltinn

Chelsea á ekki að gera Evrópudeildina að forgangsatriði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Azpilicueta þurfti að horfa á eftir boltanum tvisvar í netið á Goodison Park
Azpilicueta þurfti að horfa á eftir boltanum tvisvar í netið á Goodison Park vísir/getty
Chelsea er í óásættanlegri stöðu í deildinni og getur ekki gert Evrópudeildina að forgangsatriði. Þetta segir varnarmaðurinn Cesar Azpilicueta.

Eftir frábæran fyrri hálfleik gegn Everton um helgina var ekki sjón að sjá lið Chelsea í seinni hálfleiknum og Everton náði að vinna leikinn 2-0. Chelsea er því í sjötta sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Arsenal í fjórða sætinu.

Liðið er hins vegar í betri málum í Evrópudeildinni þar sem þeir eru komnir í 8-liða úrslitin.

„Evrópudeildin er titill og leið til þess að komast inn í Meistaradeildina, en við erum ekki í þeirri stöðu í deildinni að hafa gefist upp á að ná meistaradeildarsæti,“ sagði Azpilicueta.

„Chelsea á ekki að vera í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar, ég get ekki sætt mig við það.“

„Í hvert skipti sem þér mistekst að ná í þrjú stig þá gerir þú sjálfum þér erfiðara fyrir. Það er ennþá nóg af leikjum eftir og við ætlum að berjast því við megum ekki missa af sæti í Meistaradeildinni.“

Átta leikir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni hjá liðunum sem eru að berjast um þriðja og fjórða sætið. Chelsea á eftir að mæta Liverpool og Manchester United í þessum síðustu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×